Góð þátttaka í Háskólahlaupi

Yfir 100 stúdenta og starfsmenn Háskóla Íslands sprettu úr spori í Háskólahlaupinu miðvikudaginn 2. apríl.
Þetta var í fjórtánda sinn sem hlaupið fór fram með núverandi fyrirkomulagi. Markmið hlaupsins er í senn að leiða saman nemendur og starfsfólk í skemmtilegum viðburði í og við háskólasvæðið og stuðla að bættri heilsu háskólafólks. Umsjón með hlaupinu var í höndum nemenda í námskeiðinu Viðburða- og verkefnastjórnun í íþróttum á námsleið í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands í samstarfi við Markaðs- og samskiptasvið og Mannauðssvið skólans.
Hlauparar gátu valið á milli tveggja vegalengda, 3 km og 7 km. Þriggja kílómetra hlaupaleiðin lá m.a. meðfram Suðurgötu, út að Reykjavíkurflugvelli og meðfram friðlandinu í Vatnsmýri. Boðið var upp á nýja sjö kílómetra hlaupaleið í ár sem lá með fram Suðurgötu, út á Ægisíðu og til baka með fram sjónum og umhverfis Skerjafjörð, út að Reykjavíkurflugvelli og með fram friðlandinu í Vatnsmýri.
Samanlagt voru yfir 100 þátttakendur skráðir til leiks að þessu sinni og það kom í hlut Jóns Atla Benediktssonar, rektors HÍ, að ræsa hópinn í skeifunni fyrir framan Aðalbyggingu að lokinni upphitun undir stjórn íþrótta- og heilsufræðinema. Óhætt er að segja að veðurguðirnir hafi verið hliðhollir hlaupurum en blíðskaparveður var í borginni.
Veitt voru verðlaun til þeirra sem komu fyrst í mark á báðum vegalengdum. Þau eru:
3 km - konur
- sæti Barbora Gotthardtova
- sæti Anna Bjarnadóttir
- sæti Lúcia Sóley Óskarsdóttir
3 km - karlar
- sæti Gumi Gumson
- sæti Gianmarco Brocchi
- sæti Leander Bjarnason
7 km - konur
- sæti Barbora Ochotná
- sæti Daría Jósefsdóttir
- sæti María Kristín Bjarnadóttir
7 km - karlar
- sæti Atli Jasonarson
- sæti Bergur Ingi Óskarsson
- sæti Magnús Þór Valdimarsson
Heildarúrslit Háskólahlaupsins má finna á vef Tímatöku.net.
Háskóli Íslands þakkar þeim stóra hópi sem tók þátt í hlaupinu kærlega fyrir daginn!
Myndirnar tók Kristinn Ingvarsson, ljósmyndari HÍ.
Yfir 100 stúdenta og starfsmenn Háskóla Íslands sprettu úr spori í Háskólahlaupinu miðvikudaginn 2. apríl.