Skip to main content
28. maí 2024

Fylgist með Aurora-vorráðstefnunni í beinu streymi frá Ítalíu

Fylgist með Aurora-vorráðstefnunni í beinu streymi frá Ítalíu - á vefsíðu Háskóla Íslands

Fulltrúar frá Háskóla Íslands og öðrum Aurora-háskólum taka þátt í ráðstefnunni Aurora Spring Biannual 2024 dagana 28. og 29. maí í Napólí á Ítalíu. Ráðstefnan er haldin tvisvar á ári, ýmist á netinu eða í eigin persónu, og skipuleggur háskólinn Università Federico II di Napoli hana að þessu sinni.

Margvísleg og spennandi málefni verða til umfjöllunar á ráðstefnunni. Fjallað verður um stofnun alþjóðlegra námsleiða fyrir Aurora-háskóla. Farið verður yfir hvernig evrópsk háskólabandalög styrkja félagsleg áhrif háskóla. Jafnframt verður rætt um opin vísindi og þátttökulýðræði.

Stúdentaráð Aurora mun síðan veita þátttakendum innsýn í þeirra starf og deila áhugaverðum frásögnum af þátttöku nemenda og frumkvæði sem eflir samstarf þvert á háskóla.

Öll áhugasöm geta fylgst með kynningum og umræðum á opnum viðburðum í beinu streymi frá Ítalíu:

Athugið að tímasetningar í dagskránni eru gefnar upp á evrópskum sumartíma svo erindi hefjast tveimur klukkustundum fyrr að íslenskum tíma. 

Aurora er samstarfsnet öflugra evrópskra rannsóknaháskóla sem vinnur að kennsluþróun og nýsköpun í starfsemi háskóla til að mæta samfélagslegum áskorunum nútímans.