Skip to main content
8. febrúar 2017

Fullt út úr dyrum á opinni vörn

""

Fullt var út úr dyrum þegar Sigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir stud. jur. varði meistararitgerð sína í lögfræði. Ritgerðin heitir „Túlkun á jákvæðum skyldum ríkisins á sviði mannréttinda í íslenskri réttarframkvæmd – með hliðsjón af réttarvernd fatlaðs fólks.“

Í fyrirlestrinum fjallaði Sigurlaug um fræði og kenningar sem lúta að túlkun laga, hlutverki dómstóla og jákvæðum skyldum ríkja.
Réttarvernd fatlaðs fólks í íslensku réttarkerfi var skoðuð og söguleg þróun laga og dómaframkvæmdar á því sviði greind.

Þá gerði hún grein fyrir því hvernig túlkun á jákvæðum skyldum ríkisins gagnvart fötluðu fólki hefur þróast í meðförum dómstóla hér á landi og ályktaði um mögulega áhrifaþætti sem liggja til grundvallar þróuninni.

Niðurstöður athugunar á dómaframkvæmd eru að á tilteknu tímabili hafi orðið stefnubreyting í aðferðum dómstóla við túlkun á jákvæðum skyldum ríkisins gagnvart fötluðu fólki.

Leiðbeinandi Sigurlaugar við ritgerðarskrifin var Brynhildur G. Flóvenz, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, en hún var jafnframt fundarstjóri. Prófdómari var Ragnar Aðalsteinsson hrl.

""
""
""
""
Brynhildur G. Flóvenz, Sigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir, Ragnar Aðalsteinsson
Fjöldi manns mættu.
Sigurlaug hefur fyrirlesturinnn.
""