10. október 2017
Forseti EFTA dómstólsins heldur opinn fyrirlestur í HÍ
Miðvikudaginn 11. október kl. 15 mun dr. jur. Carl Baudenbacher, forseti EFTA-dómstólsins, halda opinn fyrirlestur á ensku í Hátíðarsal Háskóla Íslands sem nefnist „Iceland´s Contribution to the Functioning of the EFTA-Court“. Fyrirlesturinn er í boði Lagadeildar Háskóla Ísland, Lögmannafélags Íslands og Dómarafélags Íslands.
Að fyrirlestrinum loknum gefst tækifæri til þess að bera fram spurningar til fyrirlesara.
Fundarstjóri verður Skúli Magnússon, formaður Dómarafélags Íslands.
Boðið verður upp á hressingu að fyrirlestri loknum. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.