Fjórir styrkir úr Rannsóknasjóði til rannsakenda við Félagsvísindasvið
Stjórn Rannsóknasjóðs (Rannís) tilkynnti úthlutun styrkja til nýrra rannsóknaverkefna í sl. viku. Þrír verkefnastyrkir og einn doktorsstyrkur komu í hlut rannsakenda við Félagsvísindasviði.
Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild, hlaut þriggja ára verkefnastyrk fyrir verkefnið Hefur lögmæti áhrif?
Kristjana Stella Blöndal, dósent við náms- og starfsráðgjöf, hlaut þriggja ára verkefnastyrk fyrir verkefnið Menntun til jöfnuðar: Langtíma samanburðarrannsókn á námsferli ungs fólks og borgaralegri þátttöku þeirra á Íslandi og í níu öðrum löndum.
Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor við Hagfræðideild, hlaut þriggja ára verkefnastyrk fyrir verkefnið Greiðsluvilji fyrir lausn frá sjúkdómum.
Ásdís Aðalbjörg Arnalds hlaut eins árs doktorsnemastyrk vegna doktorsverkefnis síns, Áhrif laga um fæðingar- og foreldraorlof á atvinnuþátttöku foreldra og umönnun barna, sem hún vinnur að undir leiðsögn Guðnýjar Eydal, prófessors við Félagsráðgjafardeild.
Stjórnendur og starfsfólk Félagsvísindasviðs óskar þeim öllum til hamingju.