Fimm nýir deildarforsetar og einn sviðsforseti taka til starfa

Fimm nýir deildarforsetar á tveimur fræðasviðum skólans og nýr sviðsforseti Félagsvísindasviðs tóku til starfa við Háskóla Íslands 1. júlí síðastliðinn.
Magnús Þór Torfason tekur við sem forseti Félagsvísindasviðs, stærsta sviðs skólans, af Stefáni Hrafni Jónssyni. Magnús var áður forseti Viðskiptafræðideildar og við hans starfi tekur Margrét Sigrún Sigurðardóttir.
Á Heilbrigðisvísindasviði tekur Sædís Sævarsdóttir við sem forseti Læknadeildar af Þórarni Guðjónssyni. Þá er Ólafur Ögmundarson nýr forseti Matvæla- og næringarfræðideildar og tekur við af Ólöfu Guðnýju Geirsdóttur. Enn fremur tekur Heiða María Sigurðardóttir við sem forseti Sálfræðideildar, en áður gegndi Ragnar Pétur Ólafsson því starfi, og að lokum tekur Bjarni Elvar Pétursson við sem forseti Tannlæknadeildar af Ellen Flosadóttur.