Skip to main content
14. mars 2023

Fimm hljóta nýdoktorastyrk við HÍ

Fimm hljóta nýdoktorastyrk við HÍ - á vefsíðu Háskóla Íslands

Fimm doktorar sem eru nýútskrifaðir eða við það að útskrifast hljóta styrk úr Nýdoktorasjóði Háskóla Íslands í ár. Styrkurinn er til þriggja ára og koma nýdoktorarnir til starfa við fjögur af fimm fræðasviðum skólans. 

Nýdoktorar eru afar mikilvægir öllu rannsóknastarfi við háskóla, ekki síst grunnrannsóknum, en nýdoktor (e. postdoc) er starfsheiti vísindamanns við rannsóknastofnun sem hefur nýlega lokið doktorsprófi en hefur ekki fengið fasta stöðu sem akademískur starfsmaður. 

Háskóli Íslands hefur undanfarin fimm ár úthlutað styrkjum úr Nýdoktorasjóði. Hann hét áður Nýliðunarsjóður og er markmið hans að efla nýliðun við skólann og veita ungum rannsakendum markvissan stuðning. 

Alls bárust Nýdoktorasjóði Háskóla Íslands 84 umsóknir að þessu sinni sem skiptast svo milli fræðasviða: 

Fræðasvið  Fjöldi umsókna
Félagsvísindasvið 14
Heilbrigðisvísindasvið  11
Hugvísindasvið 31
Menntavísindasvið 3
Verkfræði- og náttúruvísindasvið 25
Samtals 84


Sérstök úthlutunarnefnd fór yfir umsóknirnar en við mat á þeim var m.a. tekið mið af þeim kröfum sem fram komu í auglýsingu um styrkina. Að endingu var ákveðið að veita fimm nýdoktorum styrki. Þau eru:

Nafn Heiti verkefnis Fræðasvið
Einar Bjarki Gunnarsson Optimizing anti-cancer drug treatment with mathematical modeling Verkfræði- og náttúruvísindasvið
Iris Edda Nowenstein Mál og minni Hugvísindasvið
Laura Malinauskaite  Measuring sustainable development and wellbeing in the Baltic States: estimation of the Genuine Progress Indicator for Estonia, Latvia, and Lithuania Félagsvísindasvið
Sigrún Þorsteinsdóttir Bragðlaukaþjálfun - framhaldsverkefni Menntavísindasvið
Tom Winder Seismic signatures of caldera collapse and magma recharge at active volcanoes Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Háskóli Íslands óskar framangreindu fræðafólki innilega til hamingju með styrkina og velgengni í störfunum fram undan.


 

""