Skip to main content
7. október 2016

Fengu verðlaun fyrir bestu greinina á ráðstefnu

Ágústa Pálsdóttir, prófessor í upplýsingafræði, og Sigríður Björk Einarsdóttir, aðjúnkt í upplýsingafræði, verðlaun fyrir bestu greinina á ráðstefnunni WIS 2016; Wellbeing in the information society. Greinin er titluð "Senior citizens experience of barriers to information about healthy behaviour“, hún birtist í Communications in Computer and Information Science, 636, 2016 en tímaritið er skráð í gagnagrunninn Scopus.
 
Greinin fjallar um niðurstöður úr megindlegri rannsókn sem gerð var árið 2012, þar sem rannsakað var hvernig fólk sem er 60 ára og eldra upplifir hindranir í tengslum við heilsueflandi upplýsingar.
 
Byggt var á mati ritrýna sem gáfu greininni hæstu einkunn, þar sem fram kemur: „This is a well-structured paper with a clear aim and presenting results that are useful for the development of health information systems in a wider perspective. The paper focuses on a growing group of our society, seniour citizens, and their ability to find health related information to support healthy behaviour. The awareness of the connection between perceived information barriers and the media and health information literacy skills is an inportant outcome of this paper.“
 

Starfsfólk Félagsvísindasviðs óskar þeim Ágústu og Sigríði Björk til hamingju með árangurinn.

 

Ágústa Pálsdóttir Sigríður Björk Einarsdóttir
Ágústa Pálsdóttir Sigríður Björk Einarsdóttir