11. nóvember 2017
Dómsmálaráðherra Ungverjalands heldur fyrirlestur í HÍ
Mánudaginn 13. nóvember býður Lagastofnun Háskóla Íslands til fyrirlestrar Dr. László Trócsányi, dómsmálaráðherra Ungverjalands. Í fyrirlestrinum mun hann fjalla um ýmis álitamál varðandi stjórnskipun Ungverjalands í ljósi aðildar landsins að Evrópusambandinu. Ungverjaland gekk í Evrópusambandið árið 2004.
Dr. László Trócsányi, dómsmálaráðherra Ungverjalands, fyrrverandi prófessor og dómari, útskrifaðist sem lögfræðingur frá laga- og stjórnmálafræðideild Eötvös Loránd University árið 1980 og hlaut réttindi til að starfa sem lögmaður árið 1985.
Fyrirlesturinn fer fram í stofu L-101 í Lögbergi frá 12:00-13:00. Fundarstjóri verður Eyvindur G. Gunnarsson, prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn fer fram á ensku.