26. ágúst 2019
Bókin Hrunréttur er komin út
Bókin Hrunréttur fjallar um verkefni dómstóla, Alþingis og stjórnvalda í kjölfar efnahagshrunsins hérlendis haustið 2008. Meðal annars er fjallað um þá löggjöf sem var sett til að bregðast við hruninu og tilteknar aðgerðir stjórnvalda auk þess sem fjallað er um helstu úrlausnir dómstóla sem tengjast þeim álitaefnum sem komu upp.
Höfundar bókarinnar eru þau Ása Ólafsdóttir, Eyvingur G. Gunnarsson og Stefán Már Stefánsson, prófessorar við Lagadeild Háskóla Íslands, en þau hafa öll skrifað um hina ýmsu þætti hrunsins auk þess að hafa veitt stjórnvölum aðstoð við lögfræðileg álitamál í tengslum við hrunið.