7. júní 2017
Baldur Þórhallsson hélt erindi í Nýja-Sjálandi

Baldur Þórhallsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild, hélt á dögunum erindi í Nýja-Sjálandi á ráðstefnu um utanríkisstefnu landsins. Í erindinu fjallaði Baldur um mikilvægi þess fyrir smáríki að leita sér efnahagslegs, pólitísks og félagslegs skjóls hjá stærri ríkjum og/eða alþjóðastofnunum.
Hann fjallaði sérstaklega um að hvaða marki Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin hafa leitað sér skjóls. Einnig um samskipti Íslands og Bandaríkjanna og hvernig Ísland hefur brugðist við eftir að Bandaríkin lokuðu herstöðinni í Keflavík árið 2006 og neituðu að aðstoða Ísland í efnahagshruninu.
