Skip to main content
24. mars 2020

Aukinn aðgangur fyrir starfsmenn og nemendur HÍ að netnámskeiðum edX

Háskóli Íslands er, ásamt fjölda annarra háskóla, þátttakandi í samstarfsneti edX. Aðildarskólar edX-samstarfsins taka þátt í gerð og rekstri á opnum netnámskeiðum. Hægt er að skrá sig í yfir 2500 netnámskeið á vefsíðu edX.org frá um 50 háskólum víða um heim. Námskeiðin á vefsíðu edX eru fjölbreytt og hægt er að sjá yfirlit þeirra allra hér. 

Í þessari viku ákvað Háskóli Íslands ásamt öðrum aðildaskólum að opna, án endurgjalds, á aukinn aðgang fyrir alla kennara, nemendur og aðra starfsmenn aðildarskóla edX. Þessi aðgerð er ætluð til þess að hjálpa háskólasamfélögum að takast á við þær áskoranir sem þau standa frammi fyrir vegna COVID-19.  Kennarar HÍ geta nýtt sér efni netnámskeiðanna sem stuðning í kennslu sinni og nemendur sótt ítarefni og tekið þátt í fjölbreyttum netnámskeiðum á vef edX.  Við vonumst til þess að nemendur, kennarar og annað starfsfólk HÍ geti nýtt sér þekkinguna sem er í boði. 

Ef þú hefur áhuga á að taka netnámskeið á vefsíðunni edX.org skaltu senda póst á setberg@hi.is og þá færðu sérstakan auðkenningarkóða sem veitir þér fullan aðgang. Kennarar geta einnig sótt um auðkenningarkóða fyrir nemendahóp.