Skip to main content
10. júní 2025

Alþjóðleg ráðstefna um sjálfbær viðskiptalíkön í HÍ 

Alþjóðleg ráðstefna um sjálfbær viðskiptalíkön í HÍ  - á vefsíðu Háskóla Íslands

Sjálfbær tíska, loftslagstengdar lausnir og nýsköpun eru meðal umfjöllunarefna á alþjóðlegu ráðstefnunni á sviði sjálfbærra viðskiptalíkana (International Conference on New Business Models - NBM ) sem Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands stendur fyrir dagana 24.-26. júní. Ráðstefnan er nú haldin í tíunda sinn og afar ánægjulegt að Ísland hafi orðið varð fyrir valinu sem ráðstefnustaður á þeim tímamótum 

Forseti Íslands tekur þátt í umræðum

Meðal þeirra sem taka til máls á ráðstefnunni er forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, sem mun taka þátt í umræðum undir yfirskriftinni „Framtíðarhæf og nýstárleg viðskiptamódel – viðskipti sem afl til góðs". Forsetinn hefur verið ötull talsmaður sjálfbærrar þróunar og jafnréttis í viðskiptum.

Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni Jan Jonker, prófessor við Nijmegen School of Management við Radboud-háskóla í Hollandi. Jonker er einn af upphafsmönnum NBM-ráðstefnanna og þekktur á alþjóðavettvangi fyrir framlag sitt til fræðanna um sjálfbær viðskiptalíkön og hringrásarhagkerfið.

Fjölbreytt dagskrá og sérhæfðar vinnustofur

Dagskrá ráðstefnunnar er fjölbreytt en yfir 140 erindi verða flutt í 12 mismunandi málstofum. Þátttakendur geta einnig tekið þátt í fjórum sérhæfðum vinnustofum sem fjalla um:

  • Sjálfbæra tísku
  • Loftslagstengdar lausnir
  • Þverfræðilega og þverfaglega nálgun á sjálfbærnitengd viðfangsefni
  • Þvermenningarlega nálgun á nýsköpun og sjálfbær viðskiptalíkön

Tengslanet og samskipti

Þann 25. júní verður haldið boð í Gamla bíói þar sem þátttakendum gefst kost á að efla tengslanetið sitt. Þátttakendur þurfa að skrá sig á viðburðinn í gegnum skráningarhlekk á vefsíðu ráðstefnunnar. 

Ráðstefnan býður upp á einstakt tækifæri fyrir íslenska og erlenda sérfræðinga, fræðafólk og fólk úr atvinnulífi til að kynnast nýjustu rannsóknum og þróun á sviði sjálfbærra viðskipta.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á vefsíðu hennar.
 

Aðalabygging