Skip to main content

Flokkun fjarkönnunargagna

Nicola Falco, doktorsnemi við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild

„Rannsókn mín fjallar um greiningu fjarkönnunarmynda með aðferðum og nálgunum sem hafa verið þróaðar á ýmsum sviðum, svo sem í mynsturgreiningu, gervigreind, stærðfræðilegri formfræði og stafrænni myndgreiningu,“ segir Nicola Falco, doktorsnemi í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands. Í nýrri sjónvarpsþáttaröð á RÚV er Nicola í viðtali þar sem hann talar um gildi fjarkönnunar við rannsóknir á jöklum.

Fjarkönnunarmyndir eru myndir sem teknar eru úr gervitunglum eða flugvélum en rannsóknin er gerð í því skyni að þróa nýja aðferð til að greina myndir með mjög mikilli greinihæfni. Þannig verður hægt að nýta betur upplýsingar sem gervitunglamyndir hafa að geyma og auka nákvæmni við úrvinnslu þeirra. „Slík greining getur orðið afar mikilvægt tæki á mörgum sviðum, til dæmis til kortlagningar og til að fylgjast með skógum og breytingum á jöklum en jafnframt til að meta eyðileggingu eftir jarðskjálfta eða eldgos,“ segir Nicola.

Nicola Falco, doktorsnemi í fjarkönnun

„Þegar hafa komið fram vísbendingar um fjölbreyttar aðferðir til greininga mynda á víðu tíðnisviði og mynda sem ná yfir lengri eða skemmri tímabil.“ Varðandi vísindalegt gildi rannsóknanna segir hann engan vafa leika á að tæknin muni nýtast í vistfræði, jarðfræði og við ýmis verkfræðileg viðfangsefni. Á tímum hnattrænnar hlýnunar er ljóst að framfarir á þessu sviði eru mjög mikilvægar.“

Flokkun fjarkönnunargagna er ögrandi verkefni enda verða stöðugt tækniframfarir á þessu sviði og myndirnar sífellt betri með meiri greinihæfni, bæði í rúmi (stærð svæðis á jörðinni sem hver myndeining nær yfir) og í rófi (nákvæmni litrófsmælinganna). Nicola er á þriðja ári í rannsóknum sínum og aðspurður um niðurstöður segir hann:

„Þegar hafa komið fram vísbendingar um fjölbreyttar aðferðir til greininga mynda á víðu tíðnisviði og mynda sem ná yfir lengri eða skemmri tímabil.“ Varðandi vísindalegt gildi rannsóknanna segir hann engan vafa leika á að tæknin muni nýtast í vistfræði, jarðfræði og við ýmis verkfræðileg viðfangsefni. Á tímum hnattrænnar hlýnunar er ljóst að framfarir á þessu sviði eru mjög mikilvægar.“

Fjarkönnun
Fjarkönnun