Skip to main content

Doktorsvörn Þórs Sigfússonar

Doktorsvörn frá Viðskiptafræðideild

Föstudaginn 27. apríl varði Þór Sigfússon doktorsritgerð sína "The strength and Empowerment of Weak ties in International New Ventures" við Viðskiptafræðideild á Félagsvísindasviði. Dr. Snjólfur Ólafsson, prófessor og varadeildarforseti Viðskiptafræðideildar, stjórnaði athöfninni. Andmælendur voru Dr. Per Servais og Dr. Vlad Vaiman.
Markmið rannsóknar Þórs var að skoða tengslanet frumkvöðla í alþjóð¬legum nýsköpunarfyrirtækjum og hvernig þeir skapa og nýta sér tengslanet til framgangs starfsemi sinnar. Þegar nýsköpunarfyrirtæki hyggjast hefja útflutning eykst mikilvægi tengsla¬neta þar sem þekking frumkvöðlanna á starfsemi utan heimalandsins er oft takmörkuð. Í líkani, sem kynnt var, er hnykkt á mikilvægi þess að skoða ólíkan bakgrunn frumkvöðla og hvaða áhrif hann hefur á myndun tengsla þeirra. Þá er einnig í líkaninu bent á að staða atvinnugreinar á heimamarkaði geti haft áhrif á hvernig einstaklingar byggja upp sitt tengslanet, bæði innanlands og utan. Í rannsóknunum voru meðal annars skoðuð sérstaklega hugbúnaðar- og tæknifyrirtæki sem tengjast sjávarútvegi hérlendis.  Í kjölfar þeirra rannsókna var Íslenski sjávarklasinn settur á laggirnar sem hefur að markmiði að auka verðmæti með eflingu samskipta- og tengslaneta fyrirtækjanna.  
 
Í doktorsnefndinni sátu dr. Ingjaldur Hannibalsson, prófessor við Háskóla Íslands, formaður, Dr. Simon Harris, prófessor við Edinborgarháskóla, og Dr. Sylvie Chetty, prófessor við Massey-háskóla á Nýja Sjálandi.
 
Þór Sigfússon fæddist í Vestmannaeyjum árið 1964.  Hann lauk MSc gráðu í hagfræði frá University of North Carolina árið 1993.