Skip to main content

Styttri námsdvalir og Aurora tækifæri erlendis

6. nóvember kl. 12.30-13.10 
HT-300

Fulltrúar frá Alþjóðasviði kynna möguleika á Erasmus+ og Aurora styrkjum fyrir styttri námsdvölum erlendis. Markmiðið með styttri dvölum er m.a. að gera enn fleiri nemendum kleift að taka hluta af náminu erlendis. Einnig verður komið inn á önnur nemendatækifæri innan Aurora-samstarfsins.

Erasmus+ styttri starfsþjálfun
Nemendur geta sótt um Erasmus+ styrk fyrir styttri dvöl til starfsþjálfunar eða rannsóknarvinnu (5-30 dagar) en dvölin þarf að vera blönduð með rafrænum hluta (rafræni hlutinn á þó ekki við um doktorsnema). 

Erasmus+ stök námskeið
Nemendur geta sótt um Erasmus+ styrk fyrir þátttöku í stöku námskeiði (5-30 dagar) við samstarfsskóla Háskóla Íslands í Evrópu. Dvölin þarf að vera blönduð með rafrænum hluta (rafræni hlutinn á þó ekki við um doktorsnema).

Aurora stök námskeið
Nemendur sem hafa verið samþykktir til þátttöku í námskeiði eða viðburði á vegum Aurora-samstarfsins sem felur í sér styttri dvöl erlendis, að hámarki 30 dagar, eiga þess kost að sækja um Aurora styrk.

Kostir þess að fara í námsdvöl erlendis:
•    Fjölbreyttara námsframboð
•    Möguleiki á að fá einingar metnar
•    Möguleikar á ferða- og dvalarstyrkjum
•    Tækifæri til að kynnast tungumáli og menningu annarra landa
•    Alþjóðlegt tengslanet
•    Dýrmæt reynsla sem getur nýst í frekara námi eða á vinnumarkaði

Kynningin er haldin í tengslum við Alþjóðadaga Háskóla Íslands dagana 6.-8. nóvember.