Skip to main content

Tráma: Áhrif stríðs á menningu og samfélag

Tráma: Áhrif stríðs á menningu og samfélag - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
14. febrúar 2023 18:00 til 20:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Auðarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Málþing á vegum Úkraínuverkefnis Háskóla Íslands 14. febrúar 2023, Veröld – hús Vigdísar, Auðarsalur, kl. 18.00 til 20.00

Hugtakið tráma kemur úr forngrísku (τραῦμα) og merkir sár.

Einstaklingar sem upplifað hafa stríð bera mörg hver sár bæði á líkama og sál. Áhrif stríðs og annarra trámatískra viðburða hafa bæði áhrif á einstaklinginn það samfélag og menningu sem hann er hluti af. Mikilvægt er að einstaklingar sem upplifað hafa trámatíska atburði fái möguleika á að vinna úr trámatískri reynslu hvort sem sú úrvinnsla felst í því að deila reynslu sinni með öðrum eða vinna úr henni á persónubundinn hátt með aðstoð fagaðila.

Geta börn sem upplifa stríð og ofbeldi átaka þurft að glíma við afleiðingarnar alla ævi? Hvað þurfa kennarar eða sjálfboðaliðar sem vinna með flóttafólki að vita um tráma?

Þessar spurningar og margar fleiri koma við sögu á málþinginu.

Dagskrá

  • Sigrún Alba Sigurðardóttir, stundakennari við Háskóla Íslands: Tráma og söguleg rof, úrvinnsla í listum og menningu. 
  • In Flow of Words heimildamynd eftir Eliane Esther Bots. Myndin fjallar um þrjá túlka frá stríðsglæpadómstól segja frá sársaukafullri reynslu sinni við túlkun á milli vitna, fórnarlamba og gerenda eftir stríðið í Bosníu.
  • Panelumræður með þátttöku: Rósu Magnúsdóttur, prófessors í sagnfræði við Háskóla Íslands, Olgu Khodos sálfræðings frá Úkraínu og Sigríðar Björk Þormar sálfræðings.

Dagskráin fer fram á ensku. Aðgangur ókeypis og öll velkomin!

Málþing á vegum Úkraínuverkefnis Háskóla Íslands haldið í Auðarsal í Veröld – hús Vigdísar þann 14. febrúar kl. 18.00 til 20.00.

Tráma: Áhrif stríðs á menningu og samfélag