Fjarkynning á framhaldsnámi 22.-26. mars
Í beinu streymi á netinu
Háskóli Íslands kynnir um hundrað námsleiðir í framhaldsnámi í streymi á netinu dagana 22.-26. mars. Með þessu vill skólinn gera sem flestum kleift að kynna sér vel framboð skólans án þess að þurfa að víkja frá tölvunni eða smátækinu.
Umsóknarfrestur um framhaldsnám er til 15. apríl
Á fjarkynningunum verða veittar ítarlegar upplýsingar um samsetningu hverrar námsleiðar, inntökuskilyrði, fyrirkomulag lokaverkefna, atvinnumöguleika og margt fleira.
Sérfræðingar námsleiða, deilda og fræðasviða Háskólans munu leiða þessar fjarkynningar sem verða í eftirfarandi röð:
22. mars - Námsleiðir Verkfræði- og náttúruvísindasviðs
23. mars - Námsleiðir Menntavísindasviðs
24. mars - Námsleiðir Félagsvísindasviðs
25. mars - Námsleiðir Heilbrigðisvísindasviðs
26. mars - Námsleiðir Hugvísindasviðs
Í heildina eru yfir tvö hundruð námsleiðir í boði í framhaldsnámi við Háskóla Íslands og opna þær leiðina að fjölbreyttum tækifærum í atvinnu- og þjóðlífi bæði á Íslandi og víða um heim.
Á vef skólans um framhaldsnám er hægt að sjá gagnlegar upplýsingar um allt framhaldsnám í boði.
Háskóli Íslands kynnir um hundrað námsleiðir í framhaldsnámi í streymi á netinu dagana 22.-26. mars. Með þessu vill skólinn gera sem flestum kleift að kynna sér vel framboð skólans án þess að þurfa að víkja frá tölvunni eða smátækinu.