22. maí 2024
Ársfundur HÍ á fimmtudag
Ársfundur Háskóla Íslands 2024 verður haldinn í Hátíðasal Aðalbyggingar fimmtudaginn 23. maí 2024 kl. 9. Yfirskrift hans er Afl á grunni gæða.
Dagskrá fundarins:
Ávarp háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra – Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Starf og stefna Háskóla Íslands – Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands
Gæði náms í fyrirrúmi – Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslu
Verðlaun Háskóla Íslands fyrir frumkvæði og forystu
Fundarstjóri: Ingibjörg Gunnarsdóttir, aðstoðarrektor vísinda
Fundurinn er opinn öllum áhugasömum húsrúm leyfir. Fundinum verður streymt.