Skip to main content
8. júní 2021

Nýr vefur Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands

Nýr vefur Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands - á vefsíðu Háskóla Íslands

Á dögunum fór fram aðalfundur Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands og við það tækifæri var nýr vefur stofnunarinnar opnaður.

Á vefnum er meðal annars að finna upplýsingar um rannsóknir og rannsóknaverkefni sem unnin eru á vettvangi stofnunarinnar auk upplýsinga um það sem er á döfinni í verkfræðideildum háskólans, viðburði á borð við málþing, ráðstefnur, doktorsvarnir og fleira.

Stefna Verkfræðistofnunar er að vera leiðandi á sviði rannsókna og þróunarstarfsemi í verkfræði og tölvunarfræði með því að efla tengsl rannsókna og kennslu og skapa og miðla nýrri þekkingu inn í samfélag og atvinnulíf.

Heimasíða verkfræðistofnunar Háskóla Íslands: vhi.hi.is