Skip to main content

Leikskólakennarafræði

Leikskólakennarafræði

Menntavísindasvið

Leikskólakennarafræði

B.Ed. – 180 einingar

Viltu verða leikskólakennari? Leikskólakennarafræði er fræðilegt og starfstengt nám með áherslu á leikskólastigið. Í náminu er dregin fram sú sýn að börn eigi rétt til fullgildrar þátttöku í samfélagi leikskólans og hlutverk leikskólakennara í að skapa börnum tækifæri til að læra og skilja umhverfi sitt, stuðla að því að nám fari fram í leik og skapandi starfi, þar sem áhugi og frumkvæði barna fær að njóta sín.

Skipulag náms

X

Umhverfi sem uppspretta náms (LSS105G)

Í námskeiðinu verður skoðað hvernig umhverfi barna getur gefið fjölbreytt tækifæri til náms í náttúrufræði og stærðfræði með áherslu á athuganir og tilraunir barna.  Nemendur kynnast meginhugmyndum um útikennslu og verða tekin nokkur dæmi um heppileg viðfangsefni. Fjallað verður um náttúrufræðileg og stærðfræðileg fyrirbæri í umhverfi barna svo sem spendýr, smádýr, plöntur, form, fjölda, mynstur, vatn og loft. Nemendur skoða gögn og leiðir sem nýta má við undirbúning og skipulagningu kennslu þar sem umhverfið er nýtt sem uppspretta náms í náttúrufræði og stærðfræði. Nemendur prófa valin viðfangsefni með börnum á vettvangi.

Vinnulag
Fyrirlestrar, kynningar, umræður, verklegar æfingar, vettvangsferðir, verkefnavinna, skólaheimsóknir og nemendur vinna verkefni með börnum í skólum.

Fyrirkomulag kennslu
Kennslustundir fara að jafnaði fram í rauntíma fyrir hádegi. Gert er ráð fyrir að nemendur sem búa á höfuðborgarsvæðinu mæti í kennslustundir í Stakkahlíð en nemendur sem búa utan höfðuðborgarsvæðisins taki þátt í kennslustundum í gegnum fjarfundabúnað í rauntíma. Sjá nánar um kennslufyrirkomulag í leikskólakennaranámi.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Leikskólafræði I - Leikskólinn sem menntastofnun (LSS101G)

Námskeiðið miðar að því að nemendur öðlist þekkingu og innsýn í hlutverk og stöðu leikskólans í íslensku menntakerfi, hvernig ólík hugmyndafræði, sýn og viðhorf endurspeglast í markmiðum og starfsháttum leikskóla og hlutverk leikskólakennara í námi barna.

Námskeiðið er inngangsnámskeið í leikskólafræði þar sem m.a. er lögð áhersla á að kynna menntunarhlutverk leikskóla og starfsvettvang leikskólakennara. Lögð er til grundvallar sú sýn að börn eigi rétt á krefjandi viðfangsefnum og tækifærum til að taka þátt í samfélagi sem byggir á jafnrétti og lýðræðislegri þátttöku.

Meðal þeirra þátta sem fjallað er um eru:

  • Lagarammi skólastigsins, grunnþættir menntunar og aðalnámskrá leikskóla
  • Stefna og hugmyndafræði leikskólastarfs  
  • Hlutverk og starfskenning leikskólakennara
  • Leik- og námsumhverfi barna
  • Skipulag og starfshættir í leikskólum
  • Samstarf heimilis og leikskóla
  • Matarmenning – tengsl umhverfisþátta á næringu og heilbrigði

Fyrirlestrar, málstofur og verkefnavinna, einstaklingslega eða í samstarfi við aðra. Námskeiðið hefur skýr tengsl við vettvang þar sem nemendur vinna verkefni sem tengjast viðfangsefnum námskeiðs og fara í kynnisferð í leikskóla.

Fyrirkomulag kennslu
Kennslustundir fara að jafnaði fram í rauntíma fyrir hádegi. Gert er ráð fyrir að nemendur sem búa á höfuðborgarsvæðinu mæti í kennslustundir í Stakkahlíð en nemendur sem búa utan höfðuðborgarsvæðisins taki þátt í kennslustundum í gegnum fjarfundabúnað í rauntíma.  Sjá nánar um kennslufyrirkomulag í leikskólakennaranámi.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Málörvun í leikskóla (LSS108G)

Inntak / helstu viðfangsefni

Í námskeiðinu er fjallað um málörvun leikskólabarna með ólíkar þarfir. Rætt er um málþroska og málkerfi íslenskunnar:  Framburð, beygingar og orðmyndun, setningamyndun, merkingu, orðaforða og máltjáningu. Þá eru til umfjöllunar íslenska sem annað mál og málörvun fjöltyngdra barna á leikskólaaldri. Nemendur öðlast þekkingu á markvissri málörvun  í leikskólastarfi með fjölbreyttum barnahópi; hlustun, máltjáning, samtöl, orðaforði, málskilningur, hljóðkerfisvitund, lestur barnabóka, frásagnir og frásagnarhæfni. Bernskulæsi, undanfari lestrarnáms, er eitt af viðfangsefnum námskeiðsins ásamt því sem rætt er um samstarf leikskóla og heimilis með tilliti til málörvunar og bernskulæsis.

Sjá nánar um kennslufyrirkomulag í leikskólakennaranámi

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Umhverfi sem uppspretta náms (LSS105G)

Í námskeiðinu verður skoðað hvernig umhverfi barna getur gefið fjölbreytt tækifæri til náms í náttúrufræði og stærðfræði með áherslu á athuganir og tilraunir barna.  Nemendur kynnast meginhugmyndum um útikennslu og verða tekin nokkur dæmi um heppileg viðfangsefni. Fjallað verður um náttúrufræðileg og stærðfræðileg fyrirbæri í umhverfi barna svo sem spendýr, smádýr, plöntur, form, fjölda, mynstur, vatn og loft. Nemendur skoða gögn og leiðir sem nýta má við undirbúning og skipulagningu kennslu þar sem umhverfið er nýtt sem uppspretta náms í náttúrufræði og stærðfræði. Nemendur prófa valin viðfangsefni með börnum á vettvangi.

Vinnulag
Fyrirlestrar, kynningar, umræður, verklegar æfingar, vettvangsferðir, verkefnavinna, skólaheimsóknir og nemendur vinna verkefni með börnum í skólum.

Fyrirkomulag kennslu
Kennslustundir fara að jafnaði fram í rauntíma fyrir hádegi. Gert er ráð fyrir að nemendur sem búa á höfuðborgarsvæðinu mæti í kennslustundir í Stakkahlíð en nemendur sem búa utan höfðuðborgarsvæðisins taki þátt í kennslustundum í gegnum fjarfundabúnað í rauntíma. Sjá nánar um kennslufyrirkomulag í leikskólakennaranámi.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Sigurbaldur P. Frímannsson
Hallbera Rún Þórðardóttir
Sigurbaldur P. Frímannsson
B.Ed. í leikskólakennarafræði

Leikskólakennaranámið hefur gefið mér dýpri sýn á það sem leikskólakennari tekst á við í starfi. Námið hefur víkkað sjóndeildarhringinn og gefið mér betri sýn á þá eiginleika sem góður leikskólakennari þarf að hafa. Í náminu gefst tækifæri til að tengja fræðilega hluta námsins við fyrri reynslu og nýta verkefnavinnu undir styrkri leiðsögn kennara.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa

1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.