Nýtt Tæknifræðisetur Háskóla Íslands var formlega opnað við hátíðlega athöfn í Menntasetrinu við Lækinn í Hafnarfirði um leið og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, undirrituðu samning um afnot Tæknisfræðisetursins af húsnæði Menntasetursins. Með flutningi tæknifræðinámsins í Menntasetrið hyggst Háskóli Íslands efla enn frekar umgjörð þess og jafnframt leggja sterkan grunn að styttra fagháskólanámi í tæknigreinum. MYNDIR/Kristinn Ingvarsson