Shaping the Future eftir Trausta Valsson komin út
Út er komin bókin Shaping the Future eftir Trausta Valsson, prófessor emeritus, sem lét af störfum í janúar 2016 vegna aldurs, eftir 27 ára starf við Háskóla Íslands.
Hér er um að ræða enska þýðingu Trausta á bókinni Mótun framtíðar, sem Fjölvi gaf út 2015. Er þetta starfsævisaga Trausta. Bókin birtir dæmi um verkefni hans á sviði hönnunar og skipulags, og umræðu um þróun þessara faga sl. 50 ár.
Bókinni fylgdi DVD diskur með tíu myndböndum um ýmsa þætti í starfsævi Trausta. Hann hefur nú sett þessi myndbönd inn á YouTube undir sínu nafni. Eru þau öll með enskum skjátextum.
Trausti hefur gefið út 150 greinar og fjórtán bækur um hönnun, skipulag o.fl. Fimm bókanna er hægt að lesa ókeypis á heimasíðu hans.
Bókin fæst t.d. hjá Amazon og kostar 19 pund.