Skip to main content
27. janúar 2015

Samstarfssamningur um starfsþróun í ferðaþjónustu

""

Námsbraut í land- og ferðamálafræði við Háskóla Íslands og Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hafa gert með sér samstarfssamning um námskeið í Starfsþjálfun í ferðaþjónustu sem kennt verður í fyrsta skipti á vormisseri 2015. SAF munu hafa milligöngu um að koma nemendum á námskeiðinu í starfskynningu í fyrirtækjum í samtökunum en gert er ráð fyrir að nemendur heimsæki fyrirtæki og vinni verkefni um tengsl háskólamenntunar og atvinnugreinarinnar.

Námskeiðið er hagnýtt og hefur það að markmiði að gera nemendum kleift að yfirfæra þekkingu og hæfni úr grunnnámi í ferðamálafræði í hagnýtt umhverfi ferðaþjónustunnar. Nemendur fá innsýn í starfsemi fyrirtækja og stofnana á sviði ferðaþjónustu og vinna verkefni sem efla starfshæfni þeirra eftir að námi lýkur með áherslu á færni til að tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu. Nemendur munu koma til að kynna sér starfsemi tiltekinna fyrirtækja og afli sér þekkingar á ólíkum störfum í ferðaþjónustu.

Oft hefur verið bent á að það vanti sterkari tengingar milli háskólanáms í ferðamálafræði og atvinnugreinarinnar. Námskeiðið er liður í að skerpa á þeim tengslum og um leið að brúa bilið milli fyrirtækja í ferðaþjónustu og mögulegs framtíðarstarfskrafts þeirra.

""
Undirritun samnings