Skip to main content
9. janúar 2024

Ráðstefnurit Frændafundar 11 komið út

Ráðstefnurit Frændafundar 11 komið út - á vefsíðu Háskóla Íslands

Ritið Frændafundur 11 er komið út í rafrænni útgáfu en það hefur að geyma 15 greinar sem eiga uppruna sinn sem fyrirlestrar á íslensk-færeysku ráðstefnunni Frændafundur 11, sem haldin var við Háskóla Íslands 16.-18. ágúst 2022. 

Greinarnar eru allar ritrýndar og spanna þrjú ólík fræðasvið, þ.e. hugvísindi, félagsvísindi og menntavísindi. Greinarnar eru því fjölbreyttar að efni og fjalla m.a. um glæpi og refsingu í fjórum norrænum ríkjum, málsambýli við ensku, íslensk og færeysk gælunöfn og netnám og andlega heilsu nemenda.

Ritstjórar eru Jóhannes Gísli Jónsson, prófessor við Háskóla Íslands, og Tóta Árnadóttir, doktorsnemi við skólann. 

Ráðstefnan Frændafundur er samstarfsvettvangur Háskóla Íslands og Fróðskaparseturs Færeyja og markmið hennar er að leiða saman íslenska og færeyska fræðimenn á ólíkum sviðum og skapa ný tækifæri til rannsóknasamstarfs milli þessara frændþjóða.

Ráðstefnuritið má nálgast vef Frændafundar.
 

Gestir á Frændafundi 11