Skip to main content
29. ágúst 2024

Nýtt háskólaráð fyrir árin 2024-2026 kjörið

Nýtt háskólaráð fyrir árin 2024-2026 kjörið - á vefsíðu Háskóla Íslands

Nýtt háskólaráð fyrir tímabilið 2024-2026 hefur verið skipað en kosning síðustu fulltrúa í ráðið fór fram á fundi í 22. ágúst.

Aðalmenn í háskólaráði eru

  •  Jón Atli Benediktsson, prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði og rektor Háskóla Íslands, forseti ráðsins,
  • Andri Már Tómasson læknanemi
  • Arnar Þór Másson, stjórnarmaður og ráðgjafi,
  • Davíð Þorláksson, lögfræðingur og MBA, framkvæmdastjóri Betri samgangna
  • Elísabet Siemsen, fv. rektor Menntaskólans í Reykjavík
  • Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor við Mála- og menningardeild á Hugvísindasviði
  • Katrín Atladóttir, verkfræðingur og vörustjóri hjá Dohop 
  • Katrín Jakobsdóttir, fv. forsætisráðherra Íslands 
  • Ólafur Pétur Pálsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild á Verkfræði- og náttúruvísindasviði
  • Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild á Félagsvísindasviði
  • Viktor Pétur Finnsson viðskiptafræðinemi

Varamenn í háskólaráðs eru

  • Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við Lagadeild á Félagsvísindasviði
  • Gréta Dögg Þórisdóttir laganemi, varamaður fyrir Andra Má Tómasson,
  • María Heimisdóttir, yfirlæknir hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, varamaður fyrir Arnar Þór Másson, Elísabetu Siemsen og Katrínu Jakobsdóttur,
  • Nanna Elísa Jakobsdóttir, umsjónarkona nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins, varamaður fyrir Davíð Þorláksson,
  • Ragný Þóra Guðjohnsen, dósent við Deild menntunar og margbreytileika á Menntavísindasviði, varamaður fyrir Silju Báru R. Ómarsdóttur,
  • Sigurbjörg Guðmundsdóttir laganemi, varamaður fyrir Viktor Pétur Finnsson,
  • Sigurður Tómasson hagfræðingur, varamaður fyrir Katrínu Atladóttur,
  • Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, prófessor við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild á Heilbrigðisvísindasviði, varamaður fyrir Ólaf Pétur Pálsson.

Nýskipað háskólaráð kemur saman til síns fyrsta fundar í upphafi septembermánaðar.
 

Aðalbygging