Skip to main content
5. febrúar 2016

Í beinni frá höfuðstöðvum Microsoft

""

Það hljóp heldur betur á snærið hjá tölvunarfræði- og hugbúnaðarverkfræðinemum í námskeiðinu Alþjóðleg markaðssetning tæknilausna í kennslustund í Háskóla Íslands í dag þegar boðið var upp á fyrirlestur frá einum yfirmönnum Microsoft, Per Bendix Olsen.

Olsen gegnir starfi framkvæmastjóra stefnumótunar fyrir samstarfsaðila Microsoft í opinbera geiranum á heimsvísu. Stjórnar hann þróun hugbúnaðar fyrir viðskiptavini Microsoft í þeim geira en þeir eru yfir 70 þúsund talsins í öllum heiminum. Olsen státar af þriggja áratuga reynslu í upplýsingatækni og vann meðal annars á árum áður í fyrirtækinu Gopro sem Jóhann Pétur Malmquist, prófessor í tölvunarfræði og umsjónarkennari námskeiðsins Alþjóðleg markaðssetning tæknilausna, tók þátt í að stofna en hann var stjórnarformaður þess í áratug. Það var í gegnum kunningsskap þeirra sem Jóhann fékk Olsen til þess að flytja erindi í kennslustund í snjallstofu tölvunarfræðinnar í Tæknigarð. Erindið flutti Olsen með aðstoð upplýsingatækninnar, í gegnum Skype frá höfuðstöðvum Microsoft í Bandaríkjunum.

Í erindi sínu fjallaði hann um frumkvöðlastarf innan Microsoft, sem er eitt stærsta fyrirtæki heims, og framtíðarmarkmið þess í hörðum og síbreytilegum heimi upplýsingatækninnar. Benti hann á að snjalltækjavæðing heimsins fæli í sér margar áskoranir fyrir fyrirtæki í upplýsingatækni en reiknað er með að í ár fari fjöldi þeirra sem hafa slíkt tæki í fórum sínum yfir einn milljarð.

Nemenedur og kennari á fyrirlestri Olsen í snjallstofu Tænigarðs.
Nemenedur og kennari á fyrirlestri Olsen í snjallstofu Tænigarðs.