Skip to main content
28. ágúst 2019

Hlaut verðlaun frá Bandaríska tölfræðifélaginu 

Giri Gopalan, doktorsnemi í tölfræði við Háskóla Íslands, hlaut Laplace-verðlaunin svokölluðu á ráðstefnunni Joint Statistical Meetings sem var haldin í Denver í Bandaríkjunum þann 30. júlí sl. 

Verðlaunin veittu Section on Bayesian Statistical Science, sem heyra undir Bandaríska tölfræðifélagið (The American Statistical Association), en þau eru fyrir framúrskarandi vísindagrein um Bayesíska tölfræði sem kemur úr doktorsritgerð nemanda sem er enn í námi. 

Alls sendu 42 nemendur inn greinar, flestir þeirra frá Bandaríkjunum. Giri Gopalan sendi inn greinina „A hierarchical spatio-temporal statistical model motivated by glaciology” sem var nýlega samþykkt til birtingar í Journal of Agricultural, Biological and Environmental Statistics. 

Aðalleiðbeinandi Giris er Birgir Hrafnkelsson, prófessor við Raunvísindadeild. Í doktorsnefnd Giris eru Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, prófessor við Jarðvísindadeild, og Christopher K. Wikle, prófessor við University of Missouri. Þau eru meðhöfundar greinarinnar ásamt Håvard Rue, prófessor við King Abdullah University of Science and Technology, Alexander Jarosch, prófessor við University of Innsbruck, og Finni Pálssyni við Háskóla Íslands. 

Giri nýtur stuðnings til doktorsnáms við Háskóla Íslands fráRannsóknamiðstöð Íslands (Rannís) en hann mun verja doktorsritgerð sína þann 30. ágúst nk. Hann hefur hafið störf hjá University of California í Santa Barbara sem gistilektor.
 

Frá ráðstefnunni Joint Statistical Meetings í Denver í sumar.