Skip to main content
2. júní 2015

Fyrirtæki ársins í rafeindaiðnaði í Vestur-Svíþjóð

Fyrirtækið SiTek Electro Optics fékk verðlaun sem „Årets Elektronikföretag i Västsverige 2014”, það er fyrirtæki ársins 2014 í rafeindaiðnaði í vestur Svíþjóð. Um er að ræða níu manna fyrirtæki sem framleiðir kísilstaðsetningarnema (Si position sensing detectors, PSD) í ýmsum útfærslum. Þar af sjá tveir menn um allar rannsóknir og vöruþróun, en annar þeirra er dr. Sigurgeir Kristjánsson, fyrrverandi starfsmaður á Eðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans.

Nánar má lesa um fyrirtækið, vörur þeirra, tækni og hagnýtingar á: http://www.etn.se/index.php?option=com_content&view=article&id=60780&via=s.

Á meðal hagnýtinga eru t.d. rauntímamælingar á ástandi hjóla farþega- og flutningalesta, mælingar á yfirborði vega, þrýstingsmælingar í augum, vindstyrksmælingar svo fátt eitt sé nefnt.

Annar Íslendingur og fyrrverandi nemandi við eðlisfræði í Háskóla Íslands, dr. Guðjón I. Guðjónsson sem rekur fyrirtækið HeklaTech (http://heklatech.com), aðstoðaði SiTek við þróun á nýjustu vöru þeirra, sem kallast SEEPOS og er hvort tveggja í senn magnari og gagnasöfnunartæki fyrir PSD nema.

Við óskum þeim innilega til hamingju með viðurkenninguna.