Skip to main content

Meira jafnrétti, minna kjaftæði: Samtal um bakslag í mannréttindum

Meira jafnrétti, minna kjaftæði: Samtal um bakslag í mannréttindum - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
9. febrúar 2026 12:00 til 13:00
Hvar 

Streymi

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Í tilefni Jafnréttisdaga koma Linda Dröfn Gunnarsdóttir, Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Sema Erla Serdaroglu saman í myndveri HÍ og spjalla um bakslag í jafnréttis- og mannréttindabaráttu. Umræðan snýr að því hvernig jafnrétti og fjölbreytileiki hafa í auknum mæli orðið hluti af pólitísku menningarstríði og hvernig það getur grafið undan raunverulegum markmiðum jafnréttisstarfs. Lagt er upp með gagnrýnið, opið og lausnamiðað samtal um hvernig við getum talað um jafnrétti á málefnalegan hátt sem byggir brýr frekar en múra.

Jafnréttisdagar

Meira jafnrétti, minna kjaftæði: Samtal um bakslag í mannréttindum