Skip to main content

Doktorsvörn í menntavísindum: Ívar Rafn Jónsson

Doktorsvörn í menntavísindum: Ívar Rafn Jónsson - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
13. maí 2022 8:00 til 10:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasal Háskóla Íslands. Einnig streymi.

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Föstudaginn 13. maí 2022 fer fram doktorsvörn við Deild kennslu og menntunarfræði, Háskóla Íslands. Þá ver Ívar Rafn Jónsson doktorsritgerð sína í menntavísindum, Námsmatsmenning skiptir máli: Upplifun kennara og nemenda af námsmati og endurgjöf. 

Andmælendur við vörnina verða dr. Christopher DeLuca prófessor við Queen's háskólann í Kanada og dr. Mary Hill dósent við Háskólann í Auckland í Nýja Sjálandi. 

Doktorsritgerðin er unnin undir leiðsögn dr. Kari Smith, prófessor við NTNU (Norwegian University of Science and Technology) og meðleiðbeinandi er dr. Guðrún Geirsdóttir, dósent við Háskóla Íslands. 

Auk þeirra sat í doktorsnefnd dr. Ingvar Sigurgeirsson prófessor emeritus við Háskóla Íslands.   

Dr. Karen Rut Gísladóttir prófessor við deild kennslu og menntunarfræði stjórnar athöfninni. 

Doktorsvörninni verður einnig streymt

Um rannsóknina 

Markmið rannsóknarinnar er að öðlast skilning á því hvernig námsmatsmenning mótar reynslu kennara og nemenda af námsmati. Rannsóknin var unnin með blönduðu rannsóknarsniði (e. mixed method design). Spurningalisti var lagður fyrir nemendur og kennara í þremur íslenskum framhaldsskólum og þeim síðan fylgt eftir með rýnihópaviðtölum. Notað var markvisst úrtak (e. purposive sampling) og voru þátttökuskólar valdir með hliðsjón af námsmatsstefnu þeirra og reynslu af innleiðingu á leiðsagnarnámi. 

Um doktorsefnið 

Ívar Rafn Jónsson fæddist í Reykjavík, árið 1974. Hann útskrifaðist með bakkalárgráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands 1998. Næstu árin starfaði Ívar við ýmis verkefni tengd meðferð barna og unglinga. Árið 2006 lauk hann diplómu í kennsluréttindum, og meistaragráðu í kennslufræði frá Háskóla Íslands árið 2010. Frá árinu 2006 hefur Ívar starfað sem framhaldsskólakennari og gegnt stöðu aðjúnkts við Menntavísindasvið frá árinu 2018. 

Ívar Rafn Jónsson.

Doktorsvörn í menntavísindum: Ívar Rafn Jónsson