Skip to main content

Eru fjölmiðlastyrkir forsenda fjölbreyttrar og sjálfstæðrar fjölmiðlunar?

Eru fjölmiðlastyrkir forsenda fjölbreyttrar og sjálfstæðrar fjölmiðlunar? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
7. febrúar 2022 17:00 til 19:00
Hvar 

Í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands, Síðumúla 23

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Eru fjölmiðlastyrkir forsenda fjölbreyttrar og sjálfstæðrar

fjölmiðlunar?

Rannsóknasetur um fjölmiðlun og boðskipti við Háskóla Íslands og Blaðamannafélag Íslands í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála boða til málþings um opinbera styrki til einkarekinna fjölmiðla mánudaginn 7. febrúar kl. 10-12 í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands, Síðumúla 23.

Opinberar styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla hófust árið 2020 en fyrirkomulag fjölmiðlastyrkja er frábrugðið því sem viðgengst hjá hinum Norðurlöndunum en jafnan er lögð áhersla á að slíkur stuðningur stuðli að fjölbreytni miðla og sjálfstæði. Gestafyrirlesari málþingsins er Ida Willig, prófessor í fjölmiðlafræðum við Hróarskelduháskóla, en hún kom að smíði dönsku reglanna um styrki til einkarekinna fjölmiðla þar í landi.

Dagskrá:

Opnunarávarp Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, formanns Blaðamannafélags Íslands

Ávarp flytur Lilja Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra

Erindi:

Ida Willig, prófessor í fjölmiðlafræðum Hróarskelduháskóla, fjallar um fjölmiðlastyrki í Danmörku

Valgerður A. Jóhansdóttir, lektor og umsjónarmaður með meistaranámi í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands, greinir frá niðurstöðum úr könnun á meðal íslenskra blaða- og fréttamanna til starfsins.

Þátttakendur í pallborðsumræðum:

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans

Þórhallur Gunnarsson, framkæmdastjóri hjá Sýn

Valgerður A. Jóhannsdóttir, lektor og umsjónarmaður með meistarnámi í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands

Birgir Guðmundsson, prófessor í fjölmiðlafræðum Háskólanum á Akureyri, er umræðustjóri

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Málþinginu verður einnig streymt á heimasíðu Blaðamannafélagsins, press.is

Rannsóknasetur um fjölmiðlun og boðskipti og Blaðamannafélag Íslands.

Rannsóknasetur um fjölmiðlun og boðskipti við Háskóla Íslands og Blaðamannafélag Íslands í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála boða til málþings um opinbera styrki til einkarekinna fjölmiðla mánudaginn 7. febrúar kl. 10-12 í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands, Síðumúla 23.

Eru fjölmiðlastyrkir forsenda fjölbreyttrar og sjálfstæðrar fjölmiðlunar?