Mikil gróska er í jafnréttisstarfi meðal stúdenta, nokkur hagsmunafélög hafa verið stofnuð sem standa vörð um réttindi stúdenta, og er þekking þeirra og reynsla ómetanleg í jafnréttisstarfi Háskólans. Á vegum Stúdentaráðs (SHÍ) starfa jafnréttisnefnd og alþjóðanefnd. Nánari upplýsingar um nefndirnar eru á vef Stúdentaráðs. Show Femínistafélag Háskóla Íslands Femínistafélagið er femínistafélag stúdenta og starfsfólks við Háskóla Íslands. Tilgangur félagsins er að upplýsa stúdenta og samfélagið um femínisma með því að fjalla um hann á fræðilegum grundvelli. Félagið er þverpólitískt og tengist engum öðrum félögum Háskólans. Femínistafélagið á Facebook Show Q – félag hinsegin stúdenta Félagið hefur það að markmiði að: Gefa hinsegin stúdentum (m.a. samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og trans*) tækifæri til að hittast, veita þeim stuðning og auka samheldni þeirra.Vera sýnilegt afl innan Háskólans og í forsvari þegar málefni sam- og tvíkynhneigðra og trans* einstaklinga ber á góma.Beita sér í réttindabaráttu sam- og tvíkynhneigðra og trans fólks innan og utan háskóla.Stuðla að aukinni fræðslu, kennslu, umræðu og rannsóknum um málefnið innan sem flestra deilda Háskólans. Vefur Q - félag hinsegin stúdenta Q - félag hinsegin stúdenta á Facebook Netfang: queer@queer.is Show Ada - Hagsmunafélag kvenna í upplýsingatækni við HÍ Tilgangur Ada er að skapa vettvang til þess að styrkja stöðu kvenna sem stunda nám í upplýsingatækni við Háskóla Íslands. Ásamt því að vera öruggt umhverfi fyrir konur til þess að mynda tengsl, deila reynslu og styðja við bakið á hvor annarri. Ada vill fræða bæði tilvonandi nemendur og styðja við núverandi nemendur og stuðla að sýnileika kvenfyrirmynda innan upplýsingatæknigeirans. Vefur Ada - Hagsmunafélag kvenna í upplýsingatækni við HÍ Ada - Hagsmunafélag kvenna í upplýsingatækni við HÍ á Facebook Show Félag Asískra Háskólanema á Íslandi Félag Asískra Háskólanema á Íslandi á Facebook Show Landssamtök íslenskra stúdenta Landssamtök íslenskra stúdenta facebooklinkedintwitter