
Dagskrá Jafnréttisdaga og ýmislegt fleira má finna á vef Jafnréttisdaga
Ítarlegri uppýsingar um dagskrá Jafnréttisdaga má einnig finna á Facebook: Jafnréttisdagar.
Jafnréttisdagar hafa verið haldnir árlega síðan 2009. Hugmyndin með Jafnréttisdögum er að þeir hjálpi til við að skapa umræðu um jafnréttismál og að gera þau sýnileg innan skólans sem utan.
Á Jafnréttisdögum gefst fólki tækifæri á að kynnast því starfi og þeim hugmyndum sem hafa verið að gerjast í jafnréttismálum í háskólasamfélaginu. Viðfangsefni Jafnréttisdaga er jafnrétti í víðum skilningi og að dögunum koma flestir þeir aðilar sem starfa að jafnréttismálum innan háskólans. Fræðileg umfjöllun og fjölbreyttir viðburðir einkenna Jafnréttisdaga í Háskóla Íslands.