Fæðuhringurinn í Reykjavík – Ganga á vegum Háskóla Íslands í Nýsköpunarvikunni

Hvenær
19. maí 2022 16:00 til 18:00
Hvar
Fógetagarðurinn
Nánar
Aðgangur ókeypis
Sólveig Ólafsdóttir, doktorsnemi í sagnfræði við Háskóla Íslands, leiðir gönguferð um sögu íslenskrar matarmenningar og nýjunga í íslenskri matargerð í miðborg Reykjavíkur fimmtudaginn 19. maí kl. 16-18.
Gangan en hluti af Nýsköpunarvikunni og er farin í samstarfi við Ferðafélag Íslands.
Við sögu í göngunni koma fyrstu búskaparár Ingólfs og Hallveigar í Reykjavík, sláturvellir, hamprækt, verksmiðjuframleiðsla á rúgbrauðum og gorkúluát svo fátt eitt er talið.
Gangan hefst í Fógetagarðinum í Aðalstræti. Þátttaka er ókeypis og öll velkomin.
Sólveig Ólafsdóttir, doktorsnemi í sagnfræði við Háskóla Íslands, leiðir gönguferð um sögu íslenskrar matarmenningar og nýjunga í íslenskri matargerð í miðborg Reykjavíkur fimmtudaginn 19. maí kl. 16-18.
