Skip to main content

Stafræn miðlun og nýsköpun - Viðbótardiplóma

Stafræn miðlun og nýsköpun - Viðbótardiplóma

Hugvísindasvið

Stafræn miðlun og nýsköpun

Viðbótardiplóma – 60 einingar

Í diplómanámi í stafrænni miðlun og nýsköpun er lögð áhersla á að nemendur öðlist góðan grunn og undirbúning fyrir störf og verkefni á sviði stafrænnar miðlunar. Áhersla er lögð á nýsköpunarstarf og frumkvöðlahugsun sem og hagnýtar aðferðir við að raungera hugmyndir.

Skipulag náms

X

Nýsköpun - frá hugmynd að afurð (HMM121F)

Í námskeiðinu er farið yfir atriði er varða nýsköpunarstarf og frumkvöðlahugsun sem og tækifæri, þróun, mat og úrvinnslu hugmynda auk kenninga og aðferða við að gera viðskiptahugmynd markaðshæfa. Framsetning námsþátta miðast við þau verkefni sem frumkvöðull glímir við þegar gæða á hugmynd lífi. Nýsköpun er kynnt sem ferli sem hefst á hugmyndavinnu og þarfagreiningu á markaði. Næst er verkefnisstjórnun og áætlanagerð kynnt til sögunnar. Að lokum er farið yfir fjármögnun og styrkumsóknir auk þess sem stoðumhverfi nýsköpunar eru gerð skil.

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Gígja Hólmgeirsdóttir
Bylgja Valtýsdóttir
Atli Týr Ægisson
Gígja Hólmgeirsdóttir
nemi í vefmiðlun

Ég ákvað að fara í vefmiðlun samhliða námi í hagnýtri menningarmiðlun og sé svo sannarlega ekki eftir þeirra ákvörðun. Námið hefur opnað augu mín fyrir hversu mikil vinna liggur að baki árangursríkri miðlun í gegnum vefinn. Ég hef sérstaklega einbeitt mér að vefritstjórn, notendaupplifun og stefnumótun á vefnum og hafði úr fjölbreyttum námskeiðum að velja. Kennslan er fagleg og persónuleg, verkefnin tengd raunverulegum aðstæðum og námið veitir gagnleg tól og aðferðir til að takast á við hinar ýmsu áskoranir sem tengjast vefmiðlun

Hafðu samband

Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.

Fylgstu með Hugvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Aðalbygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.