Skip to main content

Öldrunarþjónusta - Örnám

Öldrunarþjónusta - Örnám

Félagsvísindasvið

Öldrunarþjónusta

Örnám – 30 einingar

Örnám í öldrunarþjónustu er sjálfstætt þverfræðilegt nám að loknu BA-prófi eða sambærilegu háskólaprófi.

Námsleiðin er ætluð þeim sem starfa með öldruðum, svo sem: félagsráðgjöfum, hjúkrunarfræðingum, iðjuþjálfum, læknum og sjúkraþjálfurum. Fjarnám að mestu eða hluta. 

Skipulag náms

X

Öldrunarfræði: Stefnumótun og þjónusta (ÖLD102F)

Markmið námskeiðsins er að kynna öldrunarfræði sem þverfaglega fræðigrein með aðaláherslu á félagslega öldrunarfræði. Hugmyndafræði fræðigreinarinnar, helstu rannsóknir og rannsóknaraðferðir verða kynntar. Fjallað verður um félagslega, sálræna og líffræðilega öldrun og áhrif þess að eldast á einstaklinga og umhverfi þeirra. Kynntar verða helstu kenningar öldrunarfræðinnar og fjallað um áhrif þeirra á stefnumótun í öldrunarþjónustu. Áhersla verður lögð á að dýpka þekkingu þátttakenda um málefni aldraðra með það að markmiði að gera þá hæfari til að vinna með öðrum starfsstéttum að velferðarmálum aldraðra.

Lotukennsla. Námskeiðið verður kennt í staðlotum. Skyldumæting er í staðlotur. 

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Félagsráðgjafardeild á samfélagsmiðlum

 Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.