Skip to main content

Áfengis- og vímuefnamál - Örnám

Áfengis- og vímuefnamál - Örnám

Félagsvísindasvið

Áfengis- og vímuefnamál (ekki tekið inn í námið 2025-2026)

Örnám – 30 einingar

Markmið námsleiðarinnar er að koma til móts við þörf fyrir sérhæfða þekkingu og færni á sviði áfengis- og vímuefnamála. Nemendur fá fræðilega og hagnýta þekkingu um málefni einstaklinga með áfengis- og vímuefnaröskun og áhrifin sem það getur haft á aðra fjölskyldumeðlimi og fjölskyldukerfi. 

Skipulag náms

X

Áfengis- og vímuefnamál I: Stefnumótun, þverfagleg nálgun og skilgreiningar (FRG119F)

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist þekkingu á félagslegum, sálfræðilegum og læknisfræðilegum þáttum áfengis- og vímuefnaneyslu og þróun vímuefnaröskunar. Fjallað verður um skimun og greiningarlíkön, einkenni vímuefnaröskunar og samanburður verður gerður á samfélagslegum og menningarlegum þáttum áfengis og vímuefnaneyslu. Gerð verður grein fyrir hlutverki stefnumótunar og löggjafar um mismunandi meðferðarúrræði og forvarnir í þverfaglegu samstarfi og hvernig áfengis- og vímuefnaröskun getur þróast á mismunandi hátt hjá ólíkum hópum.

Námskeiðið verður kennt í staðlotum. Skyldumæting er í lotur.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Félagsráðgjafardeild á samfélagsmiðlum

 Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.