Skip to main content

Fötlunarfræði

Fötlunarfræði er ung fræðigrein í hinu alþjóðlega fræðasamfélagi. Hún er ein þeirra þverfræðilegu greina sem snúa að samfélagshópum sem búa við mismunun og jaðarsetningju af ýmsum toga. Fötlunarfræðin leggur áherslu á félagslegan skilning á fötlun, dregur fram þátt umhverfis og menningar í að skapa og viðhalda fötlun og bendir á að flestir erfiðleikar í daglegu lífi fatlaðs fólks stafa ekki af líkama þess heldur af samfélagslegum hindrunum svo sem manngerðu umhverfi og fordómum.

Fötlunarfræði og skyldar þverfræðilegar greinar hafa ýmiss sameiginleg einkenni. Meðal annars að eiga rætur í pólistískum baráttuhreyfingum sem hafa barist gegn undirokun og útskúfun. Fræðastarf innan þessara greina er því í meira mæli stundað í tengslum við baráttu þeira félagslegu hópa sem sem fræðin beinast að en venja er á öðrum fræðasviðum. Innan fötlunarfræða er sterkt samspil milli fræða og baráttu.

Fötlunarfræði eru nýtt svið þekkingar sem hefur hafið innreið sína í hið aþljóðlega fræðasamfélag með miklum krafti. Hröð þróun greinarinnar undanfarin 20 ár hefur einkennst af vaxandi fjölbreytileika hvað varðar kenningar, rannsóknir og viðfangsefni. Meðal sviða sem hafa blómstrað innan fötlunarfræða eru þau sem tengjast listum og menningu hvers konar. 

Auk þverfræðilegra rannsókna innan fötlunarfræða er jafnframt í sífellt ríkara mæli að finna rannsóknir sem samtvinna fötlun og fleiri þætti svo sem kyn, aldur, þjóðerni og stéttarstöðu. Undanfarin ár hefur jafnframt verið vaxandi áhugi á fötlun sem mikilvægum hluta mannlegs margbreytileika.