Fötlunarfræði er ung fræðigrein í hinu alþjóðlega fræðasamfélagi. Hún er ein þeirra þverfræðilegu greina sem snúa að samfélagshópum sem búa við mismunun og jaðarsetningju af ýmsum toga. Fötlunarfræðin leggur áherslu á félagslegan skilning á fötlun, dregur fram þátt umhverfis og menningar í að skapa og viðhalda fötlun og bendir á að flestir erfiðleikar í daglegu lífi fatlaðs fólks stafa ekki af líkama þess heldur af samfélagslegum hindrunum svo sem manngerðu umhverfi og fordómum. Fötlunarfræði og skyldar þverfræðilegar greinar hafa ýmiss sameiginleg einkenni. Meðal annars að eiga rætur í pólistískum baráttuhreyfingum sem hafa barist gegn undirokun og útskúfun. Fræðastarf innan þessara greina er því í meira mæli stundað í tengslum við baráttu þeira félagslegu hópa sem sem fræðin beinast að en venja er á öðrum fræðasviðum. Innan fötlunarfræða er sterkt samspil milli fræða og baráttu. Fötlunarfræði eru nýtt svið þekkingar sem hefur hafið innreið sína í hið aþljóðlega fræðasamfélag með miklum krafti. Hröð þróun greinarinnar undanfarin 20 ár hefur einkennst af vaxandi fjölbreytileika hvað varðar kenningar, rannsóknir og viðfangsefni. Meðal sviða sem hafa blómstrað innan fötlunarfræða eru þau sem tengjast listum og menningu hvers konar. Auk þverfræðilegra rannsókna innan fötlunarfræða er jafnframt í sífellt ríkara mæli að finna rannsóknir sem samtvinna fötlun og fleiri þætti svo sem kyn, aldur, þjóðerni og stéttarstöðu. Undanfarin ár hefur jafnframt verið vaxandi áhugi á fötlun sem mikilvægum hluta mannlegs margbreytileika. Show Íslenskar og alþjóðlegar bækur á sviði fötlunarfræða eftir íslenskt fræðafólk Listinn er ekki tæmandi – en veitir innsýn í fjölbreytilegt fræðastarf um fötlun og skyld efni. Auk bókanna liggja fyrir mikill fjöldi fræðigreina og bókakafla. Fötlun, sjálf og samfélag: Birtingarmyndir og úrlausnarefni Ritstjóri: Snæfríður Þóra Egilson Útgáfuár: 2025 Útgefandi: Háskólaútgáfan Disability Studies Meets Microhistory: The Secret Life of Bibí in Berlín Höfundar: Guðrún V. Stefánsdóttir, Sólveig Ólafsdóttir, Sigurður Gylfi Magnússon Útgáfuár: 2024 Útgefandi: Routledge ISBN númer 10. 1032427264 ; ISBN-13. 978-1032-42-726-3 Bíbí í Berlín - Sjálfsævisaga Bjargeyjar Kristjánsdóttur Höfundur: Guðrún V, Stefánsdóttir Útgáfuár: 2022 Útgefandi Háskólaútgáfan. ISBN númer 978-9935-23-276-2 Aðstæðubundið sjálfræði : líf og aðstæður fólks með þroskahömlun Ritstjórar: Kristín Björnsdóttir, Guðrún Valgerður Stefánsdóttir og Ástríður Stefánsdóttir Útgáfuár: 2022 Útgefandi: Háskólaútgáfan ISBN númer 978-9935-23-279-3 Understanding disability throughout history: Interdisciplinary perspectives in Iceland from Settlement to 1936 Ritstjórar: Hanna Björg Sigurjónsdóttir og James G. Rice Útgáfuár: 2021 Útgefandi: Routledge https://doi.org/10.4324/9781003180180 ISBN númer 978-1003-18-018-0 Childhood and disability in the Nordic countries: Being, becoming, belonging. Ritstjórar: Rannveig Traustadóttir, Borgunn Ytterhus, Snæfríður Þóra Egilson og Berit Berg Útgáfuár: 2015 Útgefandi: Palgrave McMillan ISBN númer 978-1349-44-118-1 Þroskaþjálfar á Íslandi: Saga stéttar í hálfa öld. Höfundur: Þorvaldur Kristinsson Útgáfuár: 2015 Útgefandi: Sæmundur ISBN númer 978-9979-72-775-0 Fötlun og menning: Íslandssagan í öðru ljósi Ritstjórar: Hanna Björg Sigurjónsdóttir, Ármann Jakobsson og Kristín Björnsdóttir Útgáfuár: 2013 Útgefandi: Félagsvísindastofnun og Rannsóknasetur í fötlunarfræðum ISBN númer 978-9935-42-416-7 Önnur skynjun - ólík veröld: Lífsreynsla fólks á einhverfurófi Höfundur: Jarþrúður Þórhallsdóttir Útgáfuár: 2013 Útgefandi: Háskólaútgáfan ISBN númer 978-9979-54-999-4 Parents with Intellectual Disabilities: Past, Present and Futures. Ritstjórar: Gwynnyth Llewellyn, Rannveig Traustadóttir, David McConnell og Hanna Björg Sigurjónsdóttir Útgáfuár: 2010 Útgefandi: Wiley-Blackwell ISBN númer 10 0470772956 ISBN númer 13 978-0470772959 Ungt, blint og sjónskert fól:. Samfélag, sjálf og skóli. Höfundur: Helga Einarsdóttir Útgáfuár: 2009 Útgefandi: Háskólaútgáfan ISBN númer 997-9548-274 Fötlun: Hugmyndir og aðferðir á nýju fræðasviði Ritstjóri: Rannveig Traustadóttir Útgáfuár: 2006 Útgefandi: Háskólaútgáfan ISBN númer 978-9979-54-719-8Exploring Experiences of Advocacy by People with Learning Disabilities. Ritstjórar: Duncan Mitchell, Rannveig Traustadottir, Rohhss Chapman, Louise Townson, Nigel Ingham og Sue Ledger Útgáfuár: 2006 Útgefandi: Jessica Kingsley Resistance, Reflection and Change: Nordic Disability Research. Ritstjórar: Anders Gustavson, Johans Sandvin, Rannveig Traustadóttir, Jan Tøssebro Útgáfuár: 2005 Útgefandi: Studentlitteratur Deinstitutionalization and People with Intellectual Disabilities: In and Out of Institutions. Ritstjórar: Kelley Johnson og Rannveig Traustadóttir Útgáfuár: 2005 Útgefandi: Jessica Kingsley Gender and Disability: Research in the Nordic Countries Ritstjórar: Kristjana Kristiansen og Rannveig Traustadóttir Útgáfuár: 2004 Útgefandi: Studentliteratur ISBN númer 978-9144-03-826-1 Réttarstaða fatlaðra Höfundur: Brynhildur G. Flóventz Útgáfuár: 2004 Útgefandi: Háskólaútgáfan Fötlunarfræði: Nýjar íslenskar rannsóknir Ritstjóri: Rannveig Traustadóttir Útgáfuár: 2003 Útgefandi: Háskólaútgáfan Ósýnilegar fjölskyldur: Seinfærar/þroskaheftar mæður og börn þeirra Höfundar: Hanna Björg Sigurjónsdóttir og Rannveig Traustadóttir Útgáfuár: 2002 Útgefandi: Háskólaútgáfan ISBN númer 9979-54-470-8 Fötlun og samfélag Höfundur: Margrét Margeirsdóttir Útgáfuár: 2001 Útgefandi: Háskólaútgáfan ISBN númer 978-9979-54-596-5 Women with Intellectual Disabilities: Finding a Place in the World Ritstjórar: Kelley Johnson og Rannveig Traustadóttir Útgáfuár: 2000 Útgefandi: Jessica Kingsley facebooklinkedintwitter