Skip to main content

Hagnýt menningarmiðlun - Viðbótardiplóma

Hagnýt menningarmiðlun - Viðbótardiplóma

Hugvísindasvið

Hagnýt menningarmiðlun

Viðbótardiplóma – 30 einingar

Námið er hagnýtt stutt nám sem nýtist öllum þeim sem þurfa eða vilja miðla upplýsingum eða fróðleik í starfi eða leik. Námið er hægt að sníða að áhugasviði þar sem aðeins eitt skyldunámskeið er á námsleiðinni. 

Skipulag náms

X

Miðlunarleiðir I, heimildamyndir, textagerð, myndanotkun (HMM122F)

Í námskeiðunum Miðlunarleiðir I og Miðlunarleiðir II eru kynnt grunnatriði aðferða við miðlun menningarefnis í hug- og félagsvísindum. Miðlunarleiðir I eru á haustönn en Miðlunarleiðir II eru á vorönn. 

Í Miðlunarleiðum I verður unnið með:

  1. Texta og myndir í fyrri hluta annarinnar. Nemendur munu fá þjálfun við greinaskrif og orðræðugreiningu annars vegar og myndanotkun og myndgreiningu hins vegar.
  2. Stuttmyndagerð í síðari hluta annarinnar. Þar vinna nemendur að gerð  stuttmynda. Í því felst grunnþjálfun í handritagerð, tökum og klippi og nemendur vinna í hópum að stuttmynd í samræmi við tiltekið þema. Hvor efnisþáttur um sig vegur 50% í námskeiðinu.

Engin próf eru í námskeiðinu. Þess í stað vinna nemendur verkefni, einstaklings- og hópverkefni. Þau eru eftirfarandi:

  1. Greiningar á textum og myndum
  2. Grein með mynd um tiltekið þema til opinberrar birtingar, um 800 orð.
  3. Hópverkefni þar sem nemendur vinna að stuttmynd sem er sýnd við lok námskeiðsins. Áhersla er lögð á hópavinnu og hagnýt verkefni.

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.

Fylgstu með Hugvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Aðalbygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.