Skip to main content

Upplýsingafræði - Viðbótardiplóma

Upplýsingafræði - Viðbótardiplóma

Félagsvísindasvið

Upplýsingafræði

Viðbótardiplóma – 30 einingar

Diplómanám í upplýsingafræði er eins árs hlutanám sem tekur á þróun og nýsköpun á sviði langtímavarðveislu gagna og vinnur að lausnum varðandi aðgengi að gögnum og miðlun upplýsinga og þekkingar. Fjarnám.

Skipulag náms

X

Upplýsingafræði og miðlun í samfélagi margbreytileikans (UPP109F)

Í námskeiðinu verður fjallað um sígild viðfangsefni og kynntir helstu straumar og stefnur á sviði upplýsingafræði.  Áhersla verður lögð á að fjalla um fræðilegar skilgreiningar, kenningar og líkön varðandi upplýsingahegðun og upplýsinga- og miðlalæsi, sem og áhrifaþætti við öflun og miðlun upplýsinga og þekkingar. Fjallað verður um eðli og einkenni upplýsinga og þekkingar. Gerð verður grein fyrir þróun rannsókna á sviðinu og hugsanlegri hagnýtingu slíkra rannsókna á starfsvettvangi. Fjallað verður um skilgreiningar og kenningar um upplýsinga- og miðlalæsi. Einnig verður fjallað um upplýsingahegðun út frá mismunandi samfélagshópum og gerð grein fyrir hugtökum og kenningalegri nálgun á því sviði, svo sem upplýsingaþörf , upplýsingasvæði, hindranir við upplýsingaöflun, upplýsingafátækt, hliðvarsla, lögmálið um minnsta fyrirhöfn og mismunandi form upplýsingaleitar.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Upplýsinga- og skjalastjórn hjá skipulagsheildum (UPP105F)

Fjallað verður um sögu og þróun upplýsinga- og skjalastjórnar og kynnt til sögunnar ýmis félög og samtök á sviðinu í Evrópu, Ameríku og Ástralíu. Fjallað er um lög, reglugerðir og reglur um upplýsingar, skjöl og skjalasöfn og farið í aðferðir, tilgang og markmið upplýsinga- og skjalastjórnar. Framkvæmd skjalakönnunar og hönnun skjalaflokkunarkerfis verður kennd og fjallað um gerð skjalavistunaráætlunar. Fjallað verður um gæðastaðal um skjalastjórn ISO 15489, skjalakerfi, öryggisáætlanir fyrir skjöl, frágang eldri skjala. Lögð verður áhersla á skipulag gagna óháð formi. Sýnt verður fram á hvernig hægt er að nota ýmis konar hugbúnað við skipulagningu gagna, skráningu, vistun og endurheimt. Farið verður í þarfagreiningu og innleiðingu á upplýsinga- og skjalastjórn. Nemendur þurfa að geta hannað flokkunarkerfi fyrir upplýsingar og skjöl og kortlagt upplýsingar og skjöl í skipulagsheildum. Farið verður í heimsóknir á ólík skjalasöfn og unnið á vinnustofu um gerð málalykla. Nemendur vinna hópverkefni og einstaklingsverkefni á misserinu.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Stefán Þór Hjartarson
Hrönn Björgvinsdóttir
Stefán Þór Hjartarson
Upplýsingafræði, MIS

Námið í upplýsingafræði hefur verið mér afar lærdómsríkt. Ég hef bakgrunn í miðlun og vefstjórnun og námið dýpkaði skilning minn á upplýsingahegðun verulega. Ég kynntist fræðilegum kenningum jafnt sem praktískum atriðum tengdum því hvernig við mannfólkið umgöngumst upplýsingar, þær hindranir sem geta staðið í vegi okkar og mögulegar leiðir til að koma þeim til skila til ákveðinna hópa. Það sem vakti einna mest áhuga minn voru félagslegar kenningar varðandi upplýsingahegðun minnihluta- og undirmálshópa sem hafa mikla þörf á traustum upplýsingum og aðgengilegum leiðum til að nálgast þær. MIS nám í upplýsingafræði mun gagnast mér í framtíðarstarfi og hefur líka gert mig að betri manneskju með því víkka sjóndeildarhring minn.

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Fylgstu með Félagsvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.