Skip to main content

Umhverfis- og auðlindafræði - Viðbótardiplóma

Umhverfis- og auðlindafræði - Viðbótardiplóma

Þverfræðilegt framhaldsnám

Umhverfis- og auðlindafræði

Viðbótardiplóma – 30 einingar

Námið hentar þeim sem koma beint eða óbeint að umhverfis- og auðlindamálum í starfi sínu, hvort sem er innan stjórnsýslunnar, í atvinnulífinu, í menntakerfinu, eða á vettvangi frjálsra félagasamtaka. Nemendur er einstaklingar með margvíslegan bakgrunn sem vilja auka við þekkingu sína á sviði umhverfis- og auðlindamála og styrkja stöðu sína á vinnumarkaði.

Aðeins er tekið við nemendum í nám á haustin.

Skipulag náms

X

Sjálfbær þróun, stefnumótun umhverfismála og stjórnun náttúruauðlinda (UAU101F)

Ýmsum aðferðum má beita til að hafa áhrif á lífsstíl fólks og hegðun til að draga úr óæskilegum áhrifum á umhverfið og stuðla að sjálfbærri þróun. Þetta námskeið fjallar um umhverfis og auðlindastjórnun sem hefur að markmiði sjálfbæra þróun. Námskeiðinu er skipt í þrjá hluta. Í þeim fyrsta er fjallað um sjálfbæra þróun og hugtakið skilgreint frá ýmsum sjónarhornum. Sérstaklega er rætt hvort hagvöxtur samrýmist sjálfbærri þróun, hvernig megi samræma hin mörgu markmið sem felast í sjálfbærri þróun, umhverfisvísar og framkvæmd markmiða sjálfbærrar þróunnar. Í öðrum hluta verður fjallað um aðferðir sem notaðar eru við ákvarðanatöku í umhverfis og auðlindastjórnun svo sem ákvarðanagreiningu, og kostnaðar-og ábatagreiningu sem og mat á virði nátturuauðs. Í síðasta hluta námskeiðsins verða ýmis stjórntæki sem notuð eru til umhverfis- og auðlindastjórnunar kynnt og krufin til mergjar í alþjóðlegu samhengi, bæði hvað varðar hugmyndafræðilegan grunn þeirra og þær aðferðir sem þau byggja á. Þau dæmi sem tekin eru breytast ár frá ári og byggja á áhuga þeirra nemenda sem taka námskeiðið hvert ár, svo sem kvótakerfi, skilagjöld, mengunarskattar og fjölmarkmiða stjórnun.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Jóhann Helgi Stefánsson
Laura Malinauskaite
Bjarnhéðinn Guðlaugsson
Sigríður Rós Einarsdóttir
Jóhann Helgi Stefánsson
MA í umhverfis- og auðlindafræði frá Félags- og mannvísindadeild 2018

Nám í umhverfis- og auðlindafræði er gríðarlega góður grunnur inn í framtíðina. Þú færð þverfræðilega sýn á þau flóknu vandamál sem við stöndum frammi fyrir, lærir um ný tól og öðlast nýja hugsun til að takast á við þau frá framúrskarandi kennurum. Námið er mjög alþjóðlegt sem leiðir til þess að þú kynnist skemmtilegum og ólíkum samnemendum með áhugaverðan bakgrunn, sem oftar en ekki leiðir til góðrar og langvarandi vináttu.

Hafðu samband

Verkefnisstjóri námsins: 
Nína María Saviolidis 
Sími: 525 4706
Netfang: umhverfi@hi.is

Fylgstu með okkur
 Facebook

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.