Skip to main content

Opinber stjórnsýsla - Viðbótardiplóma

Opinber stjórnsýsla - Viðbótardiplóma

Félagsvísindasvið

Opinber stjórnsýsla

Viðbótardiplóma – 30 einingar

Diplóma í opinberri stjórnsýslu er hagnýt 30 eininga námsleið fyrir þau sem lokið hafa BA- eða BS-námi í einhverri grein. Nám í opinberri stjórnsýslu greiðir leið og styrkir nemendur í starfi á fjölbreyttum og lifandi starfsvettvangi, jafnt hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga, sem og í starfi hjá félagasamtökum. Fjarnám.

Skipulag náms

X

Opinber stjórnsýsla (OSS111F)

Á þessu kynningar- og inngangsnámskeiði fá nemendur heildaryfirsýn yfir skipulag og þróun opinberrar stjórnsýslu. Fjallað er um megineinkenni opinberrar stjórnsýslu á Íslandi, þar á meðal grundvöll hennar og helstu mótunarþætti. Í námskeiðinu er farið yfir grundvallarhugtök stjórnsýslufræðanna. Kynntar eru helstu kenningar um skipulagsheildir, valddreifingu og ákvörðunartöku í opinberri stjórnsýslu og lýst þróun stjórnsýslufræðinnar sem fræðigreinar. Athyglinni er sérstaklega beint að tengslum milli opinberrar stjórnsýslu og stjórnmála og áhrifum þeirra tengsla á uppbyggingu, starfshætti og stefnumótun. Áhersla er lögð á greiningu og skilning á því hvað skilur að einkarekstur annars vegar og opinberan rekstur og þjónustu hins vegar.

Athugið að námskeiðið er aðeins kennt með fjarnámssniði. 

2x40 mínútna fyrirlestrar sendir út á netinu og 1x40 mínútna fyrirspurnar- og umræðutími á netinu (Zoom-fundir) á viku.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Rekstur og heilbrigðisþjónusta (HJÚ142F)

Markmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í fræðilega nálgun ýmissa hagrænna þátta sem hafa áhrif á starfsumhverfi í heilbrigðisþjónustu. Þessir þættir eru óumflýjanlegir í öllum rekstri stórum og smáum, hvort sem er opinber rekstur eða einkarekstur.  Í námskeiðinu er farið yfir með hvaða hætti þættirnir birtast og hvernig hægt er að hafa áhrif á þá rekstrinum til góða.  Meðal hugtaka sem farið verður yfir:

  • Framboð, eftirspurn, framleiðsluþættir, teygni
  • Breytilegur-, fastur-, beinn- og óbeinn kostnaður.
  • Áhrif skattheimtu og utanaðkomandi áhrif. Einkagæði og sameiginleg gæði.
  • Viðskipti og hlutfallslegir yfirburðir. Hringrás efnahagslífsins.
  • Framfærslukostnaður, vísitölur og þjóðhagsreikningar.
  • Fjárhagsbókhald, rekstrar- og efnahagsreikningur.
  • Rekstrarbókhald, mismunandi rekstrargreiningar.
Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Guðfinnur Sigurvinsson aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins
Anna Björg Jónsdóttir
Ingileif Oddsdóttir skólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki.
Guðfinnur Sigurvinsson
Meistaranám í Opinberri stjórnsýslu

Meistaranámið í Opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands fær mín allra bestu meðmæli. Kennararnir eru framúrskarandi hver á sínu sviði og hitt sem skiptir ekki síður máli er hversu fjölbreyttur og öflugur hópur samnemenda var. Þarna var fólk á öllum aldri og margir með mikla stjórnunarreynslu að baki hjá hinu opinbera. Í hópavinnunni lærði ég margt af samnemendum mínum sem var frábær viðbót við námsefnið og glæddi það lífi. Auk þess stækkaði tengslanetið til muna og margsinnis í störfum mínum hef ég búið að því að geta tekið upp símann og leitað til fólks sem ég var samferða í náminu.  
MPA-námið fannst mér bæði akademískt og praktískt og snerta á öllu því helsta sem máli skiptir til undirbúnings starfsframa eða fræðimennsku á þessu sviði.   

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Stjórnmálafræðideild á samfélagsmiðlum

 Instagram   Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.