Skip to main content

Lífverkfræði

Lífverkfræði

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Lífverkfræði

MS gráða – 120 einingar

Meistaranám í lífverkfræði er skipulagt sem fullt nám til tveggja ára við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild HÍ. Þau sem ljúka MS-prófi geta sótt um leyfi til þess að nota starfsheitið verkfræðingur.

Lífverkfræði er nýtt við greiningu sjúkdóma, þróun lyfja, hönnun nýrra efna og efnaferla, verndun umhverfis og í landbúnaði.

Ekki verður tekið við umsóknum í námið fyrir kennsluárið 2025-2026.

Skipulag náms

X

Aðferðir í sameindalíffræði (LÍF118F)

Fyrirlestrar: Fræðilegur bakgrunnur helstu aðferða sameindalíffræðinnar og notkun þeirra við rannsóknir. Námsefni lagt fram af kennurum. Verklegar æfingar í sameindalíffræði: Tilraunalífverur; E.coli, S. cerevisiae, C. reinhardtii, A. thaliana, C. elegans, D. melanogaster, M. musculus. Vinnubækur og vinnuseðlar, rafrænt umhverfi. Ræktun og geymsla á bakteríum, sveppum, öðrum heilkjarna lífverum og frumum þeirra. Einangrun og greining á DNA og RNA, Southern og Northern blettun. PCR, RT-PCR, qRT-PCR, skerðiensím, raðgreining á DNA, gagnavinnsla og greining. Genaferjun og önnur erfðatækni í bakteríum, sveppum og öðrum heilkjörnungum. Framleiðsla, einangrun og greining próteina. Framleiðsla og notkun mótefna. Western blettun, ónæmislitun, geislavirkni. Notkun smásjár í sameindalíffræði.  Farið verður yfir aðferðafræði í nýlegum vísindagreinum. Ritgerðarverkefni: Ritgerð og erindi um valda aðferð. Ritun styrkumsóknar og hönnun tilrauna. Unnið sem hópverkefni framhaldsnema og lýkur með fyrirlestri og skilum á styrkumsókn.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 09:00-15:30

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.