Skip to main content

Faralds- og líftölfræði, MS

Faralds- og líftölfræði, MS

Þverfræðilegt framhaldsnám

Faralds- og líftölfræði

MS gráða – 120 einingar

Í meistaranámi í Faralds- og líftölfræði öðlast nemendur hagnýta þekkingu á aðferðum í lýðgrunduðum rannsóknum, þjálfun í beitingu þeirra og túlkun á niðurstöðum rannsókna á sviði lýðheilsu- og heilbrigðisvísinda

Skipulag náms

X

Líftölfræði I (LÝÐ105F)

Inngangur að hagnýtri líftölfræði í lífvísindum. Yfirlit er gefið yfir tegundir breyta; flokkabreytur, strjálar og samfelldar talnabreytur. Lýsandi tölfræði; lýsistærðir og myndræn framsetning gagna. Fræðilegar líkindadreifingar; tvíkostadreifing, Poisson dreifing og normaldreifing. Skilgreiningar á slembiúrtaki og þýði. Dreifingar lýsistærða. Notkun á öryggisbilum og tilgátuprófum. Samanburður á meðalgildi hópa (samfelldar mælingar). Tölfræðipróf fyrir tíðnitöflur (flokkabreytur). Einföld og lógistísk aðhvarfsgreining og ROC greining. Lifunargreining með aðferð Kaplan Meier og Cox. Í fyrirlestrum og dæmatímunum verður notast við tölfræðiforritið R og RStudio umhverfið.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Líftölfræði II (Klínísk spálíkön) (LÝÐ301F)

Námskeiðið er beint framhald af Líftölfræði I og veitir nemendum praktíska handleiðslu í tölfræðiúrvinnslu í eigin rannsóknarverkefnum. Útreikningar á hlutfallslegri áhættu og leiðréttri hlutfallslegri áhættu. Fylgni og einföld aðhvarfsgreining, margvíð línuleg aðhvarfsgreining og lógistísk aðhvarfsgreining. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum og dæmatímum. Í dæmatímunum verður notast við tölfræðiforritið R.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Erla Rut Árnadóttir
Ingibjörg Magnúsdóttir
Erla Rut Árnadóttir
Líftölfræði, MS

Líftölfræðin höfðaði til mín meðal annars vegna þverfræðilegrar nálgunar námsins, sem gerði það að verkum að ég gat sniðið það vel að mínu áhugasviði og styrkleikum. Í gegnum námið þróaði ég með mér öfluga færni í ýmis konar tölfræðiúrvinnslu og rannsóknarvinnu almennt. Nemendur og kennarar koma úr öllum mögulegum áttum, sem kynnir mann fyrir fjölbreyttum hugmyndum og gefur manni verðmæta innsýn inn í ólík fræðasvið.

Hafðu samband

Miðstöð í lýðheilsuvísindum

Sturlugata 8, 102 Reykjavík
Sími 525 4956
Netfang: publichealth@hi.is 

Opið mánu- til fimmtudaga 10-16 og föstudaga 10-12.

Fylgstu með okkur
 Facebook Logo Twitter PNG, Logo Twitter Transparent Background - FreeIconsPNGTwitter

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.