Skip to main content

Hulinn heimur — leyndardómar hulduorku og hulduefnis

Hulinn heimur — leyndardómar hulduorku og hulduefnis - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
16. september 2024 20:00 til 21:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Salur 023

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Dr. Andrés Alejandro Plazas Malagón, vísindamaður við SLAC stofnunina í Bandaríkjunum flytur fyrirlesturinn Hulinn heimur — leyndardómar hulduorku og hulduefnis.

Ágrip
Alheimurinn virðist vera fullur af hulduefni og hulduorku — dularfullum fyrirbærum sem leynast á meðal stjarnanna, plánetanna og vetrarbrautanna. Þessi venjulegu stjarnfræðilegu fyrirbæri sem við rannsökum með venjulegum sjónaukum virðsast vera aðeins 5% of heildarorku alheimsins. Í þessum fyrirlestri mun ég lýsa stærstu spurningunum í nútímaeðlisfræði: Hvað er hulduefni og hulduorka og hvaða áhrif hafa þessi fyrirbæri á framtíð alheimsins? Á leiðinni mun ég fjalla um mikilvægar uppgötvanir sem hafa sannfært vísindasamfélagið um tilvist þessara fyrirbæra og ræða þær tilraunir sem er ætlað að varpa frekara ljósi á þau, meðal annars Rubin sjónaukann í Atacama-eyðimörkinni í Chile.

Dr. Andrés Alejandro Plazas Malagón 

Hulinn heimur — leyndardómar hulduorku og hulduefnis