Stytting námstíma til stúdentsprófs: Sjónarhorn menntarannsókna
Veröld - Hús Vigdísar
Stofa VHV-023
Menntavísindasvið Háskóla Íslands í samstarfi við Kennarasamband Íslands efnir til málstofunnar Stytting námstíma til stúdentsprófs: Sjónarhorn menntarannsókna sem fer fram föstudaginn 11. október kl.13-16 í stofu VHV-023 í Veröld, húsi Vigdísar, Háskóla Íslands.
Á Menntavísindasviði HÍ starfar rannsóknarhópur sem stendur að baki málstofunni. Hópurinn hefur um nokkurt skeið skoðað áhrif styttri námstíma til stúdentsprófs í samhengi við aðrar stefnubreytingar sem gerðar hafa verið á framhaldsskólastiginu. Helst hafa rannsóknir þeirra beint sjónum að áhrifum breytinganna á inntak brauta og undirbúning nemenda fyrir nám á háskólastigi. Í ljósi samfélagslegrar umræðu liðinna mánaða er brýnt að koma á framfæri niðurstöðum þessara rannsókna. Í hópnum eru: Guðrún Ragnarsdóttir, prófessor, Elsa Eiríksdóttur, prófessor, Valgerður S. Bjarnadóttir, lektor og María Jónasdóttir, aðjúnkt.
Dagskrá:
13.00–13.05 Setning og fundarstjórn
Elsa Eiríksdóttir prófessor, Menntavísindasviði Háskóla Íslands
13.05–13.15 Ávarp ráðherra
Ásmundur Einar Daðason, Barna- og menntamálamálaráðherra
13.15–13.25 Aðdragandi og forsaga stefnubreytinga um styttri námstíma til stúdentsprófs
Valgerður S. Bjarnadóttir lektor, Menntavísindasviði Háskóla Íslands
13.25–13.45 Stytting náms til stúdentsprófs: Reynsla millistjórnenda í framhaldsskólum
Leifur Ingi Vilmundarson, konrektor Menntaskólans við Sund
13.45–14.05 Undirbúningshlutverk stúdentsprófa og styttri námstími: Kerfislegar áskoranir, staðarsamhengi og aðgengi ólíkra hópa
María Jónasdóttir aðjúnkt, Menntavísindasviði Háskóla Íslands
14.05–14.25 Raddir og reynsla af vettvangi tveggja skólastiga: Háskólakennarar, háskólanemar og áfangastjórar
Guðrún Ragnarsdóttir prófessor, Menntavísindasviði Háskóla Íslands
14.25–14.45 Kaffihlé
14.45–15.30 Pallborðsumræður
- Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félag framhaldsskólakennara
- Hólmfríður Sigþórsdóttir, líffræðikennari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og formaður Samtaka líffræðikennara – Samlífs
- Kolfinna Jóhannesdóttir, skólameistari Kvennaskólans
- Magnús Þorkelsson, fyrrverandi skólameistari og doktorsnemi
- Súsanna Margrét Gestsdóttir lektor, Menntavísindasviði Háskóla Íslands
Elsa Eiríksdóttir, prófessor á Menntavísindasviði stýrir pallborðsumræðum.
Verið öll velkomin!
Viðburðurinn verður sýndur í streymi
Hægt er að staðfesta skráningu hér
Menntavísindasvið Háskóla Íslands í samstarfi við Kennarasamband Íslands efnir til málstofunnar Stytting námstíma til stúdentsprófs: Sjónarhorn menntarannsókna sem fer fram föstudaginn 11. október kl.13 í stofu VHV-023 í Veröld, húsi Vigdísar, Háskóla Íslands.