Skip to main content

Stelpur forrita - vinnustofa í forritun

Stelpur forrita - vinnustofa í forritun - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
12. ágúst 2024 9:00 til 16. ágúst 2024 16:00
Hvar 

Setberg

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Stelpur forrita er frumkvöðlaverkefni sem tölvunarfræðinemarnir Saeeda Shafaee og Theresia Mita Erikaeru standa fyrir. Um er að ræða vinnustofu fyrir konur og kvár sem stefna á nám í tölvunarfræði og hugbúnaðarverkfræði. Markmiðið með námskeiðinu er að gefa þátttakendum innsýn í námið sem getur auðveldað þeim að aðlagast háskóla- og atvinnulífi á upplýsingatæknisviði. Vinnustofan stendur yfir í fimm daga og samanstendur af fyrirlestrum, æfingum, vísindaferðum og hópverkefnum í skemmtilegu og öruggu umhverfi til að mynda tengsl við samnemendur sína, fræðifólk og fagfólk í atvinnulífinu.

Skráning