Opnir fyrirlestrar japanskra fræðimanna
Hvenær
9. september 2024 13:00 til 14:00
Hvar
Edda
Fyrirlestrasalur
Nánar
Aðgangur ókeypis
Tveir dósentar við Deild Norðurlandafræða í Tokai-háskóla í Kanagawa í Japan flytja opna fyrirlestra á vegum námsgreinar í japönsku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Haldið í fyrirlestrasal í Eddu, mánudaginn 9. september kl. 13:00-14:00.
Ayuko Agekura flytur fyrirlesturinn How are children described in children’s culture in Nordic countries? og Akiko Harada flytur fyrirlesturinn What challenges do teachers face to include multicultural, socially disadvantaged pupils?: Danish Case study.
Báðir fyrirlestrarnir verða fluttir á ensku.
Ayuko Agekura og Akiko Harada