Skip to main content

Miðbiksmat í reikniverkfræði - Amer Delilbasic

Miðbiksmat í reikniverkfræði - Amer Delilbasic - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
19. september 2024 10:30 til 12:30
Hvar 

VR-II

Stofa 158

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Viðburður á Zoom 

Heiti ritgerðar: Vinnuferli fyrir gagnafrek fjarkönnunarforrit í blandaðri einingahögun ofurtölva sem innihalda skammtatölvur og hefðbundnar tölvur. (Hybrid Quantum-Classical Processing Workflows in Modular Supercomputing Architectures for Data-Intensive Earth Observation Applications.)

Nemandi: Amer Delilbasic

Doktorsnefnd:
Dr. Morris Riedel prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. 
Dr. Gabriele Cavallaro, lektor á verkfræði og náttúruvísindasviði við Háskóla Íslands.
Dr. Bertrand Le Saux, vísindamaður við Evrópsku Geimferðarstofunina, Frascati, Ítalíu.

Ágrip
Skammtatölvutækni er í örri þróun sem gæti gjörbylt reiknifrekum forritum. Eftir því sem vélbúnaður þróast, verður hægt að framkvæma tilraunir á stærri og flóknari vandamálum. Hins vegar, á tímabili meðalskala skammtatölva þar sem óvissa ríkir í útreikningum, hefur reynst best að tengja saman skammtatölvur við hefðbundinn vélbúnað. Núverandi ofurtölvu innviðir eru að þróast í átt að einingahögun, þar sem skammtatölvuvélbúnaður hentar vel sem sérhæfð reiknieining. Meginmarkmið doktorsverkefnisins er að rannsaka hvernig fjarkönnunarkerfi fyrir jarðvísindalegar athuganir geta notið góðs af skammtatölvum. Í þeim tilgangi verða mismunandi samþætt skammtatölvu-hefðbundin reiknirit metin á verkefnum tengdum jarðvísindalegum athugunum. Raunverulegur og hermdur vélbúnaður, byggður á aðferðafræði adíabata og hliðbundnum skammtareiknilíkönum, verður skoðaður.

Miðbiksmat í reikniverkfræði - Amer Delilbasic

Miðbiksmat í reikniverkfræði - Amer Delilbasic